fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025

Rúnar Eff og félagar unnu tvenn tónlistarverðlaun í Texas

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 6. nóvember 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Eff Rúnarsson og hljómsveit hans, sem Valgarður Óli Ómarsson, Hallgrímur Jónas Ómarsson, Reynir Snær Magnússon og Stefán Gunnarsson skipa, hafa undanfarið ferðast um Tennesse og Texas, þar sem þeir stoppuðu í Nashville, Memphis, Austin, Houston og Jefferson.

Í Jefferson tóku þeir þátt í Texas Sounds International Country Music Awards, sem er tónlistarhátíð með tónlistarfólki héðan og þaðan úr heiminum.
Kántríhljómsveitir frá 13 löndum: Ísland, Svíþjóð, Króatía, Mexíkó, Suður-Afríka, Swaziland, Slóvakia, USA, Írland, Bahamas, Ítalía, Nýja Sjáland og Spánn, voru tilnefndar til verðlauna og komu fram á hátíðinni. Hátíðin fór fram á þremur kvöldum þar sem allar hljómsveitirnar komu fram. Gerðu Rúnar Eff og félagar sér lítið fyrir og unnu til tvennra verðlauna: söngvari ársins og hjómsveit ársins.

„Jahá. Þetta bara gerðist, Male Vocalist of the year & Band of the year á Texas sounds international country music awards. Staðfesti bara það sem ég vissi fyrir, að ég er með fáránlega gott band með mér.
Takk strákar! Fer sáttur að sofa í kvöld:),“ skrifar Rúnar á Facebooksíðu sína, að vonum ánægður með verðlaunin.

Bleikt.is óskar þeim félögum innilega til hamingju.

Rúnar Eff tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins í vor þar sem hann lenti í sjötta sæti með lag sitt, Mér við hlið (Make Your Way Back Home).

 


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra

Orðið á götunni: Áfallahjálp eða lífsleikninámskeið fyrir fallna ráðherra
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Carragher segir daga Maresca talda og útskýrir hvers vegna

Carragher segir daga Maresca talda og útskýrir hvers vegna
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás

Súlunesmálið: Dómur er fallinn yfir Margréti Löf fyrir morð og stórfellda líkamsárás
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann

Svona brást Shaq við ummælum fyrrverandi eiginkonu sinnar sem sagðist aldrei hafa elskað hann
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum

Metfjöldi sendinga á afsláttardögum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Óhugnanleg slagsmál náðust á myndband – Börn og konur heyrðust öskra af hræðslu

Óhugnanleg slagsmál náðust á myndband – Börn og konur heyrðust öskra af hræðslu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.