fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Fimm fyrirtæki sem sanna að allar konur geta litið frábærlega út í nærfötum!

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 4. janúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Heimurinn er fullur af steríótýpum – sérstaklega þegar kemur að því að auglýsa fatnað. Við sjáum fullkomna líkama í hverju einasta tískublaði og oftast hefur tækninni verið beitt til að snyrta myndirnar til og fullkomna blekkinguna. Auðvitað vitum við öll að lífið er ekki eins og það birtist okkur í glansblöðunum – og sem betur fer virðast fyrirtæk vera í auknum mæli að átta sig á því að neytendur kunna vel að meta fjölbreytni í fögrum líkömum.

Bright Side fjallaði um fimm fyrirtæki sem hafa tekið þessa stefnu. Gjörið svo vel!

Mod Cloth

Þetta fyrirtæki ákvað að nota starfsfólkið í stað fyrirsætna til að sýna nýja sundbolalínu.

????? #modcloth #swim

A post shared by ModCloth (@modcloth) on

The Beach Blanket Bingo One-Piece is a forever fave! ? (Link in bio to shop.)

A post shared by ModCloth (@modcloth) on

Friday ? face. #modcloth #swim #?

A post shared by ModCloth (@modcloth) on

Halfway through the week like ??? -> link in bio to shop. #modcloth

A post shared by ModCloth (@modcloth) on

Susan Gregg Koger, ein stofnenda fyrirtækisins, tók þátt í myndatökunni sjálf. Myndirnar áttu að vera eins og þær væru teknar í venjulegu fríi með vinahópnum. Konurnar sem tóku þátt vissu að myndirnar mundu breytast óbreyttar. Markmiðið var að sýna fólki að það er í fullkomnu lagi að vera bara eins og maður er og elska líkama sinn!

Lonely

Áhugaverð herferð frá þessu nýsjálenska fyrirtæki vakti verðskuldaða athygli. Á Íslandi hafa nærfötin frá Lonely fengist í Jör.

Leikkonur úr sjónvarpsþáttunum Girls hafa setið fyrir í nærfötunum frá Lonely, en instagram síða þeirra er líka full af myndum af alls konar konum frá ýmsum hornum heimsins. Þær eru mjóar, mjúkar, flúraðar, með húðslit og misfellur – og sjúklega flottar í Lonely nærfötunum.

Naja

Catalina Girald og Gina Rodriguez stofnuðu merkið Naja. Í þessu verkefni sem kallast Nude for all var hugmyndin að konur af mismunandi litarhætti gætu fundið húðlituð nærföt við hæfi.

Í herferðinni tóku þátt alls konar konur, alls konar á litinn. Naja birtir oft myndir af viðskiptavinum á Instagram síðu sinni – fjölbreytni og fegurð!

American Apparel

Það hefur nú gengið misvel hjá þessu fyrirtæki, en auglýsingaherferð frá 2014 verður í minnum höfð.

Sexy has no expiration date. Jacky in Floral Lace Lingerie #lingerie #lace

A post shared by American Apparel (@americanapparelusa) on

Hin 62 ára gamla Jacky O’Shaughnessy varð andlit fyrirtækisins í herferðinni, eftir að útsendari kom auga á hana á kaffihúsi. Slagorðið var „Sexí er ekki með síðasta söludag!“.

Curvy Kate

Breskt nærfatamerki með fjölbreyttar (stærri) stærðir hrinti af stað verkefni undir heitinu TheNewSexy. Þar komu alls konar konur við sögu.

Meðal módelanna í herferðinni voru Gemma Flanagan, sem notar hjólastól, Carla Atherton sem fór áður í fyrirbyggjandi brjóstnám, og hin 65 ára gamla Janet Rook. „Við vitum að allar konur eru guðdómlegar. Curvy Kate hannar nærföt fyrir viðskipta vini mismunandi að stærð, aldri og getu – þannig eru módelin okkar líka.“

Aerie

Þetta bandaríska merki var með þeim fyrstu að hætta að breyta myndum fyrir birtingu.

No retouching on this princess! #AerieREAL

A post shared by aerie (@aerie) on

A fit for every princess! Shop BOGO FREE bras with the link in our bio.

A post shared by aerie (@aerie) on

Áherslan á náttúrulega fegurð hefur gert þetta litla fyrirtæki að sterkum keppinauti risa á borð við Victoria’s Secret. Jennifer Foyle, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir enga þörf á að breyta myndum sem eru svona fallegar: „Leyfum konum sem eru mismunandi í laginu að velja það sem hæfir þeim sjálfum!“

The accent on natural beauty made them a strong rival even for such giants as Victoria’s Secret. Jennifer Foyle, the company’s CEO, says there’s no need to retouch that which is beautiful as it is: „Let women of different shapes decide what’s good for them and them alone!“


Sjá einnig:

Af hverju eru fyrirsætur ekki af öllum stærðum, gerðum og kynþáttum: #Droptheplus

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina

Verðandi stjóri Liverpool minnir hann á goðsögnina
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

15 þúsund manns hvetja hann í að vera áfram

15 þúsund manns hvetja hann í að vera áfram
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum

Arteta virðist hafa fulla trú á 16 ára strák – Gæti fengið sæti á bekknum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Salah um rifrildið: ,,Ef ég tjái mig verður allt brjálað“

Salah um rifrildið: ,,Ef ég tjái mig verður allt brjálað“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.