fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025

Verðmiðinn í H&M verður um 50% hærri hérlendis

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 17. maí 2017 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú fer að styttast í opnun hinna langþráðu H&M verslana á Íslandi, en keðjan áformar að opna þrjár verslanir hérlendis á næstunni. Verslanirnar verða í Smáralind, Kringlunni og á Hafnartorgi sem nú rís við hlið Hörpunnar.

Mynd: GettyImages

Vísir lét kanna verð á nokkrum vörum í versluninni í gær og þá kom í ljós að íslensku verðin eru talsvert hærri en þau í nágrannalöndunum.

Til dæmis reyndust hvítir skór í Noregi bera verðmiða sem sýndi íslenskt verð upp á 3496 krónur, á meðan norska verðið jafngilti 2400 íslenskum krónum eða 199 norskum. Hér er íslenska verðið 45% hærra en það norska. Nokkur önnur dæmi eru tekin í frétt Vísis og verðmunurinn 45% í tveimur tilfellum og 53% í því þriðja.

Í frétt Vísis kemur fram að skriflegt erindi hafi verið sent skrifstofu H&M þar sem spurt var um ástæður verðmunarins. Þess ber að geta að á Íslandi hafa tollar af fötum og skóm verið felldir niður.

H&M svarar því til að markmið fyrirtækisins sé alltaf að viðskiptavinum standi gott verð til boða. Ekki er ljóst við hvað er átt með því enda efnahagsaðstæður á markaðssvæðum keðjunnar mismunandi. Einnig kemur fram í svarinu að alltaf þurfi að gera ráð fyrir utanaðkomandi aðstæðum svo sem flutningskosnaði og sköttum í viðkomandi landi.

Þess ber að geta að á Íslandi ber fatnaður 24% virðisaukaskatt en í Noregi 25% – svo ekki er það skýringin.

Talað er um flutningskostnað – en ætla má að flutningskostnaður sé meðal þess sem liggur að baki verði á öllum markaðssvæðum H&M enda eru fötin venjulega ekki framleidd í nágrenni við verslanirnar.

Spurningunni er þvi enn ósvarað – hvers vegna verða vörur H&M hér um bil 50% dýrari á Íslandi en í nágrannalöndunum? Í það minnsta er ljóst að hluthafar flugfélaganna geta andað léttar, því eflaust mun koma verslananna til Íslands lítið draga úr verslunarferðum Íslendinga erlendis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.