fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025

Æðislegur lax með mangó chutney og hrísgrjónum – Einfalt og fljótlegt!

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 19. apríl 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grillaður lax með mangó chutney og hrísgrjónum með karrýblöndu – einfalt og fljótlegt. Uppskriftin hefur oft verið notuð á heimilinu – með mismunandi útfærslum. Þessi er mjög einföld og góð.

Magn: fyrir 5-7

Tími: um 35 mínútur

Flækjustig: auðvelt

HRÁEFNI

Lax

1 flak af laxi – u.þ.b 1200 g
1 dl mangó chutney
1 dl pistasíuhnetur


Hrísgrjón með karrýblöndu

3 – 4 dl hrísgrjón
3 – 5 msk Karrýblanda fyrir hrísgrjón og kínóa (fæst í Krydd & Tehúsinu)
5 – 7 dl heitt vatn
Olía
1 – 1½ tsk salt

Sósa

Lífræn jógúrt mangó – Bio-Bú (170 g)

VERKLÝSING

Lax

Ef borða á roðið þarf að skafa hreistrið af með hníf (frá sporði og upp úr). Laxinn skolaður og settur á álbakka
Mangó chutney smurt á fiskinn og pistasíum stráð yfir
Laxinn settur á heitt grill og grillaður í 15 – 20 mínútur (fer eftir hitanum á grillinu)

Hrísgrjón með karrýblöndu

Olía sett í pott og hituð. Þegar kominn er góður hiti eru hrísgrjónin sett ofan í pottinn og hrært í. Gott að láta grjónin krauma aðeins
Kryddblöndunni bætt við og saltað – hrært
Heitu vatni blandað saman við – hiti lækkaður og hrært aðeins
Soðið á lægsta hita í 17 – 20 mínútur

Sósa

Jógúrtin sett í könnu og borin fram með
Meðlæti

Gott með brakandi fersku grænmeti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.