fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024

Þú munt aldrei trúa því hver átti upphaflega að syngja þessa poppslagara

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 14. mars 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sum lög eru eins og hönnuð fyrir ákveðna tónlistarmenn, gætir þú til dæmis ímyndað þér Beyoncé að flytja Toxic sem Britney Spears gerði ódauðlegt? Eða Katy Perry að syngja Umbrella sem Rihanna sló í gegn með? Það hefði getað verið raunin en þessi lög voru upphaflega samin og boðin öðrum söngkonum. Skoðum því aðeins hvað hefði getað orðið.


Það er auðvitað þannig í dag að tónlistarfólk sem semur sitt eigið efni algjörlega sjálft er í minnihluta, sérstaklega í popptónlist. Bransinn virkar því þannig að lagahöfundar semja lög, kannski með ákveðinn listamann í huga og bjóða þeim síðan að taka upp lagið. Það þarf stundum að banka á dyrnar hjá nokkrum slíkum áður en einhver stekkur á það.

Áðurnefnt lag Toxic, sem er svo mikið Britney, var fyrst boðið áströlsku poppdrottningunni Kylie Minogue. Hún heillaðist ekki af því en Britney fékk sín fyrstu og einu Grammy verðlaun fyrir það. Í viðtali sagði Minogue að svona væri bara bransinn og hún væri ánægð með hvernig Britney tókst til í flutningi lagsins.

Fyrsti smellur Selenu Gomez var lagið Come & Get It. Það hljómar óneitanlega eins og lag í anda Rihanna sem er engin furða, það var samið með hana í huga.

Ástralska söngkona Sia skaust upp á stjörnuhimininn með lögunum Chandelier og Cheap Thrills. Þau voru fyrst boðin Rihönnu sem fannst þau ekki henta sínum stíl. Sia hlýtur að standa í ævarandi þakkarskuld við hana fyrir það.

Svo virðist sem allir lagahöfundar í poppheiminum vilji semja fyrir Rihönnu. Hún sagði nei takk við We Cant Stop sem Miley Cyrus tók upp á sína arma og gerði að slagara.

En það eru ekki bara kvenkyns söngvarar sem taka við því sem Rihanna telur sér ekki boðlegt. Írski hjartaknúsarinn Ed Sheeran söng lagið Shape of You sem Rihanna vildi ekkert hafa með. Það væri gaman að sjá Rihönnu gera ábreiðu af því. Sheeran samdi lagið sjálfur og hélt að það gæti virkað fyrir söngkonuna frá Barbados. Þegar hann fór að syngja textann við það fattaði hann að það væri ef til vill ekki alveg það sem Rihanna væri að leita að.

Títtnefnd Rihanna hefur þó einnig notið góðs af því að aðrir listamenn segja nei takk við lögum. Til að mynda tók Christina Milian upp útgáfu af S.O.S fyrir plötu sína en ákvað að sleppa því við útgáfu hans. Þá stökk Rihanna á tækifærið og lagið varð gríðarlegur smellur og fór beint á toppinn á bandaríska Billboard listanum.

Lady Gaga og Beyoncé leiddu saman hesta sína á laginu Telephone hér um árið. Það mátti litlu muna að sá dúett hefði aldrei litið dagsins ljós en Britney Spears tók upp prufuútgáfu af laginu fyrir plötuna Circus frá 2008. Það er óhætt að segja að sú útgáfa hafi ekki verið málið. Hlustaðu á hana hér fyrir neðan og dæmi nú hver fyrir sig.

 

Britney bauðst að taka Umbrella sem Rihanna gerði ódauðlegt. Það átti að vera lagið sem kæmi henni aftur á kortið eftir nokkur ár í eyðimörkinni ef svo mætti að orði komast.

Hver man ekki eftir American Idol stjörnunni Kelly Clarkson og slagaranum hennar Since U Been Gone? Hillary Duff og Pink sögðu báðar pass við því sem Clarkson þakkar eflaust fyrir á hverjum degi enda var þetta einn stærsti slagarinn á því herrans ári 2005.

Janet Jackson sagði nei takk við lögum sem Britney Spears gerði að sínum með eftirminnilegum hætti. Það eru lögin Im a Slave 4 U og Boys.

Britney skaust upp á stjörnuhimininn með …Baby One More Time en litlu munaði að TLC þríeykið hefði flutt það. Popplandslagið væri sannarlega öðruvísi ef Britney hefði ekki slegið í gegn en hún hafði gríðarleg áhrif á dægurlagatónlist og ruddi brautina fyrir fjölmargar þær stjörnur sem við dýrkum og dáum í dag.

Byggt á lista Glamour.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík

Elvar segir frá sögu sem hann heyrði um Adam Ægi á knæpu í Reykjavík
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist

Öflugur framherji sterklega orðaður við Arsenal eftir að þessi mynd birtist
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gary Neville telur að þetta sé stærsta vandamál Chelsea

Gary Neville telur að þetta sé stærsta vandamál Chelsea
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“

Baldur gefur lítið fyrir gamla skemmtistaðamynd sem hefur farið í mikla dreifingu – „Hólí mólí Baldur, hvernig vogarðu þér?“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ljóst að Sanchez söðlar um í sumar

Ljóst að Sanchez söðlar um í sumar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.