fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025

Mottumars er runninn upp – Hér er nýja auglýsingin!

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 2. mars 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ár hvert kemur mars, og hann er líka Mottumars! Mottumars felst í átaki og vitundarvakningu um krabbamein hjá körlum.

Í þessum mánuði mun Krabbameinsfélag Íslands leggja sérstaka áherslu á að gefa út upplýsingar um krabbamein karmanna ásamt því að safna fé til frekari rannsókna.

Karlmenn eru hvattir til að sýna samstöðu og safna áheitum með því að safna yfirvaraskeggi í mars. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti Mottumars – hvað fagurfræðina varðar – en aðrir eru virkilega hrifnir af hækkandi hlutfalli yfirvaraskeggja í hinu almenna rými og sumir leggja mikinn metnað í mottuna sína. Málefnið er í það minnsta gott!

Í auglýsingu ársins fyrir Mottumars birtast okkur alls konar tímaskekkjur… og sú síðasta er ansi mikilvæg.

Gjörið svo vel!

Hér er hún, nýja auglýsingin fyrir Mottumars. Hún er gerð í samvinnu við Brandenburg – auglýsingastofa og Republik Film Productions. Við þökkum öllum þeim sem komu að gerð auglýsingarinnar kærlega fyrir hjálpina. Endilega dreifið boðskapnum og kynnið ykkur staðreyndir um tóbak á mottumars.is. Njótið vel og munið að tóbak er tímaskekkja.#þúveistbetur

Posted by Mottumars on 1. mars 2017

Frá Krabbameinsfélagi Íslands:

  • Árlega greinast rúmlega 700 karlmenn með krabbamein
  • Árlega deyja að meðaltali um 250 karlmenn úr krabbameini
  • Hægt er að koma í veg fyrir 1 af 3 krabbameinum með auknum rannsóknum
  • Samkvæmt útreikningum frá Krabbameinsskránni greinist þriðji hver karlmaður með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni.

Algengustu krabbamein karla á Íslandi:

Lungnakrabbamein – Er meðal fárra tegunda krabbameina þar sem meginorsök er þekkt en um 90% orsakast af tóbaksreykingum. Lestu meira um lungnakrabbamein.

Ristil- og endaþarmskrabbamein – Þau eru ein fárra meina sem hægt er að koma í veg fyrir eða finna á byrjunarstigum, til dæmis með hópleit, og auka þannig líkur á lækningu. Lestu meira um ristil- og endaþarmskrabbamein.

Blöðruhálskirtilskrabbamein – Er algengasta krabbameinið hjá körlum og greinast um 210 karlar á hverju ári. Lestu meira um blöðruhálskirtilskrabbamein.

Sortuæxli og húðkrabbamein – Sortuæxli er alvarlegasta gerð húðkrabbameina sem er auðvelt að lækna greinist það á byrjunarstigi en getur verið erfitt við að eiga nái það að dreifa sér. Lestu meira um sortuæxli og húðkrabbamein.

Nýrnakrabbamein – Er algengara meðal karla en kvenna og tóbaksreykingar auka líkur á sjúkdómnum. Lestu meira um nýrnakrabbamein.

Þvagblöðrukrabbamein – Er fjórum sinnum algengara meðal karla en kvenna. Lestu meira um þvagblöðrukrabbamein.

Heimasíða Mottumars

Facebook-síða Mottumars

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Gummi Magg í Breiðablik
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gummi Magg í Breiðablik

Gummi Magg í Breiðablik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfestir tilboð frá Tottenham

Staðfestir tilboð frá Tottenham
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.