fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Markþjálfun – Leið til að bæta heilsuna

doktor.is
Þriðjudaginn 31. janúar 2017 09:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugtakið markþjálfun (e. coaching) hefur uppruna sinn úr íþrottaheiminum í byrjun 19.aldar þar sem það var notað í Amerískum háskólum til að bæta árangur. Með tímanum hefur markþjálfun þróast mjög mikið og í lok 1990 var markþjálfun komin inn í viðskiptaheiminn og orðin mjög vinsæl út um allan heim. Markþjálfun er ferli þar sem marksækjandinn fær aðstoð, af markþjálfa sem er búinn að þjálfa sig í að hjálpa fólki að ná markmiðum sínum og þróa sjálfa/n sig. Markþjálfun er fyrir þá sem vilja vaxa og þróa sjálfan sig, störf sín eða hegðun. Það getur stundum verið mjög ögrandi og erfitt fyrir fólk að horfast í augun við sjálfa/n sig en markþjálfun er engu að siður mjög áhrifarík og leið til að ná árangri. Allir geta farið í markþjálfun, hvar sem þeir eru staddir í lífinu.

Markmið markþjálfunar:

  • Að aðstoða fólk að læra sjálft í stað þess að kenna því
  • Að hjálpa fólki að finna sín eigin svör í stað þess að segja þeim hvað það eigi að gera
  • Að skapa ábyrgðarkennd og hlutdeild í lausnum með eigin svörum
  • Að opna fyrir fullan styrk persónunnar
  • Að bæta árangur
  • Að auka meðvitund, finna fleiri valmöguleika og móta stefnu

Markþjálfun miðar að því að marksækjandinn með aðstoð markþjálfans, skilgreinir fagleg og persónuleg markmið, geri þau framkvæmanleg og nái þeim á árangursríkan hátt. Markþjálfin notar viðurkenndar þjálfunaraðferðir, þar sem stuðst er við markvissar spurningar og æfingar sem efla enn frekar vitund og ábyrgð marksækjandans. Með því að fara í markþjálfun fær marksækjandinn aðstoð að finna sín eigin svör og leiðir til að ná markmiðinu sem hann hefur skilgreint. Það er farið nákvæmt í framkvæmdaráætlunina og skoðað hvort markmiðið sé raunhæft og framkvæmanlegt. I lok hvers tíma fer markþjálfinn oft inn í framtíðina með marksækjandanum til að gera markmiðið meira áþreifanlegt.

Það eru til fullt af lífsstílsráðum og upplýsingum um mikilvægi þess að borða hollt, hreyfa sig reglulega, hætta að reykja, minnka streitu o.sv.fr. en Það er oft mjög erfitt að framkvæma stærri breytingar sjálfur og því getur verið gott að fá aðstoð. Markþjálfun getur hentað sérstaklega vel þegar kemur að lífsstílsbreytingum og að bæta heilsuna til að ná varanlegum árangri og jafnvægi í lífinu.

Camilla Aspfors, hjúkrunarfræðingur og markþjálfi

Höfundur greinar:

Camilla Aspfors, hjúkrunarfræðingur og markþjálfi
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Fékk rautt gegn United um helgina en þarf ekki að afplána bannið

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.