fbpx
Laugardagur 10.maí 2025

Hálsbólga og streptókokkar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 26. janúar 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hálsbólga er sýking í hálskirtlum og umhverfis þá. Bæði veirur og bakteríur geta valdið hálsbólgu. Hálsbólga getur komið fram ein og sér en fylgir oft öðrum sýkingum til dæmis flensu og einkirningasótt. Hálsbólga leggst á alla aldurshópa en helstu einkenni hennar eru særindi í hálsi og eymsli við að kyngja. Ef sýkingin er af völdum bakteríu þarf stundum að gefa sýklalyf við henni.

Hver er orsökin?

Eins og áður sagði geta bæði bakteríur og veirur valdið hálsbólgu. Veirur sem valda kvefi og veiran sem veldur einkirningasótt geta einnig valdið hálsbólgu.

Veirur og bakteríur berast á milli manna með andrúmsloftinu eða með snertingu. Á myndinni sést hvernig úðasmit verður þegar maður hnerrar.

Algengasta bakterían sem veldur hálsbólgu er keðjukokkur (streptókokkar). Bakterían berst milli ýmist með andrúmslofti (svokallað úðasmit) eða snertingu (líkt og veirusmit). Frá smiti geta liðið 2-4 dagar áður en einkennin koma fram.

Hver eru einkennin?

Hálssærindi og eymsli þegar kyngt er.

Verkur getur leitt út í eyru.

Roði í hálsi, bólgnir hálskirtlar, jafnvel með skán.

Hiti.

Eitlastækkanir á hálsi.

Ef hálsbólgan er af völdum veiru er hún yfirleitt vægari og henni fylgir oft kvef.

Í hálsbólgu af völdum coxsackie-veiru geta myndast litlar blöðrur á hálskirtlunum og á efri gómi. Blöðrurnar springa eftir nokkra daga og þá myndast sár sem geta valdið miklum verkjum.

Hálsbólga af völdum keðjukokka (streptókokka) veldur yfirleitt bólgu í hálskirtlunum ásamt skánmyndun, særindum í hálsi, hita og andremmu.

Hvað er til ráða?

Leita skal læknis ef einkennin eru viðvarandi, þeim fylgir hár hiti eða ef útbrot koma fram. Greining læknisins byggist svo á einkennum. Stundum er tekið hálsstrok í skyndipróf fyrir ákveðna streptókokkategund sem er meðhöndluð með sýklalyfi.

Yfirleitt stafar engin hætta af hálsbólgu og hún hverfur að öllu jöfnu innan viku. Hinsvegar getur hálsbólga haft aðra sjúkdóma í för með sér, til dæmis:

hálsbólga af völdum keðjukokka (streptókokka) getur valdið útbrotum (skarlatssótt).

kýli geta myndast á hálskirtlum, yfirleitt öðru megin.

eyrnabólgu

kinnholubólgu

einstaka sinnum kemur gigtsótt (e. rheumatic fever) eða nýrnasjúkdómur (e. glomerulonephritis) sem er sérstök tegund bólgusjúkdóms í nýrunum.

Hver er meðferðin og hvaða lyf eru í boði?

Oftast er bara beðið átekta og séð til hvort einkennin hverfi ekki fljótlega. Hálsbólga af völdum bakteríu er hins vegar stundum meðhöndluð með sýklalyfjum. Það er engin lyfjameðferð við hálsbólgu af völdum veira. Óþægindin við hálsbólgu má hins vegar oft lina með volgum drykkjum og með því að halda sig að mestu við fljótandi fæði. Gott er að drekka nóg af vatni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum

Viðræður komnar á fullt – Vill vera metinn að verðleikum
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
EyjanFastir pennar
Fyrir 11 klukkutímum
Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna

Ragnar sakar Jón um að tala niður til þjóðarinnar og Jón minnir á söguna um litlu gulu hænuna
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.