fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024

Hinar fullkomnu brauðbollur: „Þessar eru trylltar“

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 22. janúar 2017 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er fátt notalegra um helgar en að gæða sér á nýbökuðum brauðbollum. Ég hef nú prufað þær margar uppskriftirnar og eru kotasælubollurnar enn ofarlega á lista yfir þær bestu, ásamt 30 mín brauðinu sem ég gerði nú stundum brauðbollur úr. En þessari….nei sko þessar eru trylltar!! Þessar brauðbollur eru langhefandi sem þýðir að ef þið gerið deigið kvöldið áður og þurfið þið bara að skella þessum í ofninn þegar þið vaknið og volá þið eruð komin með hinar fullkomnu brauðbollur. Uppskrift sem ég mæli svo sannarlega með að þið prufið.

Uppskrift:
150 g fullkorna hveiti eða grahamsmjöl
450-500 g hveiti
6 dl kalt vatn
1 tsk hunang
5 g þurrger
15 g salt

 
  1. Setjið vatn í hrærivélaskál og bætið þurrgeri og hunangi saman við. Blandið salti og hveitinu saman í skál og hellið síðan saman við gerblönduna. Hnoðið í hrærivélinni á lægstu stillingu í um 2 mínútur. Stillið því næst á mesta styrk og hnoðið í 7-15 mínútur (þið gætuð þurft að halda við vélina).
  2. Þegar deigið er farið að aðskiljast frá skálinni er hægt að stoppa og gera glutenpróf. Takið smá deig og tosið það út. Ef það gefur vel eftir og er teygjanlegt þá er deigið tilbúið. Hér skiptir máli að nota gott hveiti.
  3. Smyrjið skál með olíu, setjið deigið þar í og setjið plastfilmu yfir skálina. Látið hefast í 7-9 klst við stofuhita eða 12-14 tíma í kæliskáp. Ef þið látið deigið í kæli gerið þá ráð fyrir að leyfa því að standa í auka klukkustund við stofuhita. Stillið ofninn á 260 gráður og setjið bökunarplötu í ofninn.
  4. Skerið bollurnar út með hníf og látið þær á kalda bökunarplötu með bökunarpappír og leyfið að hefast meðan ofninn er að hitna.
  5. Færið bollurnar á bökunarpappírnum yfir á heitu bökunarplötuna og bakið fyrst í 5 mínútur við 250 gráður. Lækkið því næst hitann í 220 gráður og bakið í um 10 mínútur eða þar til bollurnar eru tilbúnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Vilhjálmur ætlar að sniðganga Harry í væntanlegri heimsókn – Yngri prinsinum ekki einu sinni boðin gisting

Vilhjálmur ætlar að sniðganga Harry í væntanlegri heimsókn – Yngri prinsinum ekki einu sinni boðin gisting
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot

Liverpool frumsýninr treyjuna sem liðið spilar í undir stjórn Arne Slot
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð

Gypsy Rose frumsýndi nýtt nef og ljóst hár eftir fegrunaraðgerð
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar

Manowar halda tónleika á Íslandi – Eitt af stærstu þungarokksböndum sögunnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Carragher fékk sér átta bjóra í vinnunni í gær – Tók svo stórkostlegt viðtal

Carragher fékk sér átta bjóra í vinnunni í gær – Tók svo stórkostlegt viðtal

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.