fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025

Raynaud´s sjúkdómur: Allt sem þú þarft að vita!

doktor.is
Sunnudaginn 8. janúar 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raynaud´s sjúkdómur er staðbundin truflun á blóðflæði sem oftast kemur fram í fingrum en getur einnig komið fram í fótum, eyrum, nefi, tungu eða geirvörtum. Tíðni þessa vandamáls er 5-10% og er algengara hjá konum. Meðalaldur þeirra sem byrja að finna þetta einkenni er tæplega 40 ára. Oftast er þetta saklaust fyrirbæri en getur verið hluti af ákveðnum bandvefssjúkdómum eða tengt lyfjanotkun. Slíkt ber að útiloka. Ef einkennið er hluti af sjúkdómsmynd er talað um Raynaud´s fyrirbæri.

Hver er orsökin?

Kuldi, andlegt álag eða titringur getur komið þessu af stað en oft gerist þetta án sýnilegrar ástæðu. Reykingar ásamt ákveðnum lyfjum og eiturefnum geta átt þátt í myndinni. Einkennið getur sem fyrr segir verið hluti af öðrum sjúkdómum.

Hver eru einkennin?

Einkennin eru oft þrískipt, fyrst dragast æðar saman á ákveðnu svæði og blóðflæði skerðist, við það fölnar og kólnar viðkomandi líkamshluti. Í kjölfarið blánar hann. Á þriðja stigi kemst blóðflæði á að nýju og líkamshlutinn verður rauður, þrútinn og heitur. Þetta ferli tekur mislangan tíma; frá nokkrum mínútum upp í klukkustundir. Verkir geta fylgt.

Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?

Læknir tekur góða sjúkra- og heilsufarssögu og skoðar viðkomandi með tilliti til einkenna sem geta bent til bandvefssjúkdóma. Hann yfirfer einnig lyfjanotkun og þau utanaðkomandi atriði sem geta haft áhrif. Ef ástæða þykir til er hægt að taka blóðprufur til útilokunar á bandvefssjúkdómum.

Hver er meðferðin?

Forðast þá þætti sem geta komið einkennunum af stað, s.s. reykja ekki, halda vel á sér hita, nota hanska. Lyfjameðferð er sjaldan nauðsynleg en möguleg í völdum tilfellum. Sé einkennið hluti af viðameiri sjúkdómi er meðferð háð undirliggjandi orsök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“

Deilur um Palestínufána í Gleðigöngunni: „Írónían er bara svo hrópandi“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fékk óvænt símtal frá fyrrum leikmanni erkifjendanna: ,,Ég sagði að þetta væri sofandi risi“

Fékk óvænt símtal frá fyrrum leikmanni erkifjendanna: ,,Ég sagði að þetta væri sofandi risi“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð

Sýndu óásættanlega óvirðingu í leiknum í gær – Bauluðu þegar minning Jota var heiðruð
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mun Chelsea samþykkja skiptin?

Mun Chelsea samþykkja skiptin?
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rashford mistókst að skora fyrir opnu marki

Rashford mistókst að skora fyrir opnu marki

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.