fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Karitas Harpa hitar upp fyrir Jessie J í Laugardalshöll: „Ekki enn búin að átta mig á að þetta sé að fara að gerast“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 1. júní 2018 14:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska stórstjarnan Jessie J mun troða upp í Laugardalshöllinni miðvikudagskvöldið 6. júní næstkomandi. Jessie hefur átt fjöldan allan af poppsmellum á vinsældalistum undanfarin ár eins og til dæmis Price Tag, Masterpiece, Flashlight og fleiri sem tónleikagestir mega eiga von á að fá að heyra. Nýverið var tilkynnt að Karitas Harpa Davíðsdóttir hiti upp fyrir Jessie.

„Ég er orðinn óeðlilega spennt og er eiginlega ekki enn þá búin að átta mig á að þetta sé að fara að gerast“ segir Karitas, sem sigraði The Voice keppnina í febrúar árið 2017 og tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins með Fókushópnum í vetur.

Ertu búin að fylgjast vel með Jessie J?

„Já, ég er búin að gera það í mörg ár og hún er búin að vera ein af mínum uppáhalds söngkonum síðan 2014 eða þar um bil. Ég elska eiginlega öll lögin hennar en ég held mest upp á lagið Masterpiece. Ég hlusta alltaf á það til að koma mér í gírinn og notaði það í gegnum allt Voice ferlið.“

Hvernig verður þitt prógram?

„Ég verð með 25 mínútna slott þannig að ég syng fimm lög. Ég er að fara að flytja efni sem ég hef aldrei flutt áður, bæði frumsamið og smá cover líka en þá í mínum eigin stíl.“

Karitas Harpa gaf einmitt nýverið út lagið All the Things You Said undir nafninu KARiTAS og munu tónleikagestir fá að heyra það á miðvikudagskvöld.

Jessie J er þrítug og frá Lundúnum. Hún hóf tónlistarferilinn árið 2005 en sló í gegn fimm árum síðar með laginu Do It Like a Dude. Síðan þá hefur hún gefið út fjórar plötur í fullri lengd, sú nýjasta R.O.S.E. sem kom út fyrir rúmri viku síðan.

Allar plöturnar hennar hafa farið hátt á metsölulistum, bæði í Bretlandi og annars staðar. Meðal þekktustu laganna má nefna Price Tag, Domino og Bang Bang sem fóru öll á toppinn í Bretlandi. Tónlist hennar hefur verið lýst sem poppi með sterkum R&B og hip hop áhrifum og rætur hennar og rödd liggja í soul tónlist. Þá hefur hún einnig unnið með öðrum stórstjörnum á borð við The Black Eyed Peas, David Guetta og Ariönu Grande og samið fyrir til dæmis Justin Timberlake og Miley Cyrus.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 þann 6. júní og miðar eru seldir hjá tix.is. Hafa ber í huga að börn yngri en 12 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“

Pochettino brjálaður eftir leikinn: Eru að skemma enskan fótbolta – ,,Ótrúlegt og fáránlegt“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á