fbpx
Föstudagur 17.maí 2024

Árleg vorgleði Gullkistunnar – Magnús og Birgir heiðursgestir

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 4. maí 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árleg Vorgleði Gullkistunnar verður á Kringlukránni um helgina, föstudags- og laugardagskvöld. Þar munu félagarnir í Gullkistunni stíga á svið ásamt góðum gestum og skemmta gestum með gullaldartónlist.

„Þetta er sjöunda árið í röð hjá okkur,“ segir Óttar Felix Hauksson. „Það er regla hjá okkur að fyrstu helgina í maí er vorgleði, þá er páskahretið búið.“

Gullkistuna ásamt Óttari Felix skipa Gunnar Þórðarson, Ásgeir Óskarsson og Jonni Ólafs. Sérstakir heiðursgestir á laugardagskvöld eru Magnús Kjartansson og Birgir Hrafnsson.

„Það eru alltaf góðir gestir hjá okkur, í fyrra var Björgvin Halldórsson og það er topp aðsókn hjá okkur. Fólk á öllum aldri sem hefur gaman af sígildri 60´s tónlist, Bítlunum og fleiri góðum, en það eru margir sem heillast af þeirri tónlist.“

Magnús Kjartanson lék með Gunnari Þórðarsyni í hljómsveitinni Trúbrot og er einn af okkar ástsælustu dægurlagahöfundum. Hann samdi meðal annars Lítill drengur, To be grateful og My friend and I. Birgir Hrafnsson lék með Gunnari Þórðarsyni í Hljómum sumarið 1973 auk þess að hafa leikið með Pops, Ævintýri, Svanfríði og fleirum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Raunverulegri fjarfundir með gervigreind og þrívídd

Raunverulegri fjarfundir með gervigreind og þrívídd
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Frakkar opinbera landsliðshópinn fyrir Evrópumótið

Frakkar opinbera landsliðshópinn fyrir Evrópumótið
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Salah og Alisson efstir á blaði í Sádí Arabíu

Salah og Alisson efstir á blaði í Sádí Arabíu