fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Baltasar Kormákur leikstýrir bandarískri njósnamynd

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 25. maí 2018 10:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baltasar Kormákur mun leikstýra njósnadramanu The Good Spy, byggt á samnefndri bók eftir Pulitzer-verðlaunahafann Kai Bird, ef marka má nýuppfærða IMDb-síðu myndarinnar. Ekki náðist í Baltasar til að bera þessar upplýsingar undir hann.

The Good Spy er samstarfsverkefni framleiðslufyrirtækjanna Image Nation og Working Title. Á meðal framleiðenda myndarinnar er Evan Hayes og hafa þeir Baltasar áður unnið saman að kvikmyndunum Contraband og Everest.

Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá lífi CIA-leyniþjónustumannsins Robert Ames á tímum kalda stríðsins og tilraunum hans til þess að efla tengsl Bandaríkjanna við Miðausturlöndin. Ames bjó yfir þeim hæfileika að geta myndað einlæg tengsl við fólk í starfi með því að skoða sameiginleg gildi á meðan margir kollegar hans gripu til hótana og blekkingarleikja. Ames lést árið 1983 í sprengjuárás fyrir utan Bandaríska sendiráðið í Beirút.

Nesbø á ís

Rithöfundur bókarinnar var nágranni Ames á æskuárunum og kynntist honum 12 ára gamall. Bókin var rituð upp eftir ýmsum frásögnum frá ekkju Ames og hundruðum bréfa sem leyniþjónustumaðurinn skrifaði henni. Bird er ráðgjafi kvikmyndaaðlöguninnar en F. Scott Frazier skrifar handritið og skrifaði meðal annars hasarmyndina xXx: Return of Xander Cage.

Baltasar hefur verið orðaður við ýmsar erlendar kvikmyndir á síðustu misserum. Á meðal þeirra er spennusagan I Am Victor, byggð á metsölubók eftir Jo Nesbø. Hefur leikstjórinn einnig verið orðaður við kvikmyndina Reykjavík í framleiðslu Ridley Scott og fjallar um leiðtogafund Ronald Reagan, forseta Bandaríkjanna og Michael Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, sem fram fór í Höfða árið 1986.

Samkvæmt heimildum eru þessi verkefni sett á ís á meðan forvinnsla er hafin á The Good Spy og þykir líklegt að ráðningar leikara fari fram á næstunni.

Nýjasta mynd Baltasars, Adrift, var frumsýnd á dögunum í Los Angeles við góðar viðtökur og er væntanleg til Íslands 13. júní.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham