fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025

Söguboltinn – Skemmtilegur lestrarleikur fyrir grunnskólakrakka

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 9. júlí 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söguboltinn er skemmtilegur lestrarleikur fyrir krakka á grunnskólaaldri. Dregin verða út þátttökuverðlaun í lok sumars og fá 23 þátttakendur glæsilega vinninga frá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta.

Þáttökublað fylgdi með Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag, en það má líka nálgast á helstu bókasöfnum víða um land eða hér.

Það er einfalt að vera með:

  • Leystu verkefnin og merktu í reitina
  • Merktu seðilinn
  • Taktu mynd af útfylltum þátttökuseðli og sendu myndina á leikur@mms.is fyrir 15. ágúst

Okkar frábæru landsliðsmenn í fótbolta gefa verðlaunin, 23 talsins. Heppnir krakkar geta fengið áritaða markmannshanska, skó, fyrirliðaband, íslensku landsliðstreyjuna eða einhverja félagstreyju leikmanna. Það eina sem þarf að gera er að lesa, merkja við og senda inn.

Skilaboð til foreldra

  • Það er staðreynd að ef barn les ekkert yfir sumartímann getur orðið allt að þriggja mánaða afturför á lestrarfærni þess í sumarfríinu. Góðu fréttirnar eru þær að ekki þarf mikið til að börn viðhaldi færninni eða taki jafnvel framförum. Rannsóknir sýna að til þess að koma í veg fyrir þessa afturför dugar að lesa 4-5 bækur yfir sumarið eða lesa að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í um það bil 15 mínútur í senn.
  • Erfitt getur verið að halda bókum að börnum yfir sumartímann þegar útivera, leikjanámskeið, ferðalög og annað spennandi tekur meira pláss. Foreldrar geta farið ýmsar leiðir til að hvetja börn til lesturs en mikilvægt er að huga að áhugasviði barna þegar kemur að vali á lesefni.
  • Dæmi um fjölbreyttar leiðir eru til dæmis að fara í fjöruferð og lesa svo bók tengda fjörunni þegar heim er komið, lesa uppskriftabók og baka eða elda með barninu í kjölfarið, spennandi er að útbúa lestrarkrók inni eða úti í tjaldi, einnig að lesa undir teppi við vasaljós eða að lesa með stækkunargleri. Fleiri skemmtilegar hugmyndir er að finna í Sumarlæsisdagatali Menntamálastofnunar.
  • Skemmtileg og hvetjandi leið að lestri er að taka þátt í Söguboltanum sem er leikur fyrir börn fædd á árunum 2003-2011.
  • Smelltu hér til að horfa á Söguboltaþættina á KrakkaRÚV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Gummi Magg í Breiðablik
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Leitaði ráða hjá ChatGPT og fékk sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út

Sérfræðingur er áhyggjufullur – Segir þetta geta verið síðustu aðvörunina til Evrópu áður en stórstyrjöld við Rússland brýst út
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gummi Magg í Breiðablik

Gummi Magg í Breiðablik
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfestir tilboð frá Tottenham

Staðfestir tilboð frá Tottenham
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba

Hurzeler óttast ekki að missa Baleba
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“

Ugla svarar reiða pabbanum – „Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir er ekki niðurlæging í garð kvenna“