fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Netflix framleiðir mynd um harmleikinn í Útey

Paul Greengrass mun leikstýra myndinni – Tökur hefjast í haust

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 28. ágúst 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Streymisveitan Netflix ætlar að framleiða leikna kvikmynd um harmleikinn í Útey í Noregi árið 2011. Enski leikstjórinn Paul Grenngrass, sem leikstýrði myndum á borð við Captain Phillips, Jason Bourne, United 93 og Bloody Sunday, mun leikstýra myndinni.

Áætlaður kostnaður við verkefnið nemur 180 milljónum norskra króna, tæpum 2,5 milljörðum króna, og munu norskir leikarar verða í aðalhlutverkum. Frá þessu greindi kvikmyndavefurinn Deadline í vikunni.

Stefnt er að því að tökur hefjist í haust og er undirbúningur vel á veg kominn. Í febrúar síðastliðnum greindi Bergens Tidende frá því að Greengrass myndi njóta aðstoðar norsku blaðakonunnar og rithöfundarins Åsne Seierstad við verkefnið. Seierstad skrifaði bók um voðaverkin í Útey, þar sem Anders Behring Breivik skaut 69 manns til bana, en bókin heitir En av oss og kom út árið 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“