fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fókus

Hjartasteinn tilnefndur til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs

Gæti fetað í fótspor Fúsa og Hross í oss

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 22. ágúst 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson er ein fimm kvikmynda sem eru tilnefndar til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2017. Myndin er fyrsta kvikmynd Guðmundar í fullri lengd og eru allar myndirnar fimm raunar fyrstu kvikmyndir leikstjóranna, en þær eru finnska myndin Tyttö nimeltä Varpu (e. Little Wing) eftir Selma Vilhunen, danska myndin Forældre (e. Parents) eftir Christian Tafdrup, norska myndin Fluegangere (e. Hunting flies) eftir Izer Aliu og sænska myndin Sameblod (e. Sami blood).

Vinningshafinn verður tilkynntur við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 1. nóvember 2017 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. Verðlaunaupphæðin nemur 350 þúsund dönskum krónum og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda.

Í fyrra var það kvikmyndin Louder Than Bombs í leikstjórn Joachim Trier sem hlaut verðlaunin. Íslenskar kvikmyndir hafa tvisvar sinnum hlotið verðlaunin en það eru Fúsi í leikstjórn Dags Kára sem hlaut verðlaunin 2015 og Hross í Oss í leikstjórn Benedikts Erlingssonar sem hlaut þau árið 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu