fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024

Pönk-tölvuleikjahönnun sprakk út og óx margfalt á við síðustu ár

Jóhannes Gunnar Þorsteinsson, tölvuleikjasmiður, gerir upp menningarárið 2017

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 26. desember 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í menningarannál ársins 2017 sem birtist í áramótablaði DV verður stiklað á stóru og rifjað upp það helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til hóps álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándann munu vangaveltur álitsgjafanna birtast í heild sinni á menningarsíðu DV.is. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2017 og greina stöðuna í menningunni í árslok.


tölvuleikjasmiður og tónlistarmaður
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson tölvuleikjasmiður og tónlistarmaður

Jóhannes Gunnar Þorsteinsson

Tölvuleikjasmiður og tónlistarmaður.

Hvað var eftirminnilegasta listaverk eða menningarafurð ársins 2017?

Eftirminnilegustu listaverk ársins eru að mínu mati í þeirri listgrein sem virðist hvað oftast falla á milli þilja í umræðunni um list. Gagnvirk og stafræn listaverk, eða tölvuleikir eins og þau verk kallast í daglegu tali.

Þegar fólk heyrir minnst á íslenska tölvuleiki dettur því eflaust fyrst í hug Eve Online og aðrir leikir frá CCP. Það er þó margt fleira að gerast þegar betur er að gáð. Bakvið tjöldin lifir grasrótin virku og frjósömu lífi. Oft er sagt að pönkið sé dautt, en sama er ekki hægt að segja um pönk tölvuleikjageirans.

Ég vildi að ég gæti valið einhvern einn leik sem leik ársins, en það sem hefur heillað mig hvað mest á þessu ári er ekki endilega leikirnir sjálfir, heldur frekar magnið og fjölbreytileikinn. Í ár gerðist nefnilega eitthvað merkilegt sem olli því að „pönk-tölvuleikjahönnun“ sprakk út og óx margfalt á við síðustu ár. Maður var vanur að sjá undir 5 leiki á ári í það mesta, í ár erum við að tala um marga tugi.

Leikir á borð við Antagon’s Quest, Wrong Pong, Rhombic Dodecahedron, Imploscaper, The Big Crunch, Bombrades, Tripolar Tower Defence, Expedited Inter-Arctic Expeditions, Dimension Hunter: Know thyself, Thanks for making the game tight Darri, I’m sorry about the diarrhea, Synthesis, Penguin Vs. Polar Bear, Don’t Give Up, Skeleton!, Scorched Kubb, Apparatus, Polaria, Antipodes, Push’N Pull, CoDriver, Gundawn, Trumbo’s World, Cone Wars, All Us Critters, Causal, BUDS, Subnautical Racing, Althing, Polymorph: The Online Phenomenon, Knockout Football, Fall of the Robodrome, Growbot, Oxið, Mr. Die’s Vice Roll ‘O Rama, Pie Hard, Grow, Wild Goose Chase, Vegg, Volcano Song, og margir fleiri.

Og þessi listi ekki er tæmandi. Þetta eru allt saman leikir eftir einstaklinga, litla hópa fólks, nemendur, vini, venjulegt fólk. Þetta eru græðlingar gagnvirkrar og stafrænnar listar.

Í ár lifnaði tölvuleikja-pönkið við, og er það ein eftirminnilegasta menningarafurð sem Ísland hefur gefið af sér á árinu.

Leikur  eftir Minnamari Helmisaari og Benóný Þór Björnsson hannaður á Isolation Leikjasmiðjunni á Kollafossi, Júní 2017.
Volcano Song Leikur eftir Minnamari Helmisaari og Benóný Þór Björnsson hannaður á Isolation Leikjasmiðjunni á Kollafossi, Júní 2017.

Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu?

Það markverðasta í menningarlífinu á árinu er tengt þessari ótrúlegu sprengingu í gerð tölvuleikja á Íslandi á árinu. Það markverðasta er það sem tendraði neistann.

Fyrir ekki svo löngu síðan voru margir tölvuleikjasmiðir á Íslandi, en af einhverjum ástæðum var listgreinin mjög svo einmanaleg. Við húktum ein og sér í okkar eigin hornum, þorðum ekki að tala um ástríður okkar, þar sem við héldum að við værum alein. Núna hefur það breyst, árið 2017 hafa leikjasmiðir loksins opnað sig, og gengið út í dagsbirtuna. Má þakka Samtökum Leikjaframleiðanda, IGI fyrir það, en hópur fólks innan þeirra samtaka tóku sig saman og ákváðu að nú væri kominn tími til að rækta grasrótina.

Í ár voru haldnar þónokkrar leikjasmiðjur (Game Jam) á vegum IGI sem einkennast af því að þáttakendur búa til tölvuleiki undir vissum skilyrðum og með þröngan tímaramma, til dæmis einungis tvo sólarhringa. Þar ofan á bætast við mánaðarlegir hittingar tölvuleikjahönnuða (og áhugafólks um tölvuleikjagerð) á Íslandi. Þessir viðburðir virkuðu sem risastór tölvuleikjasuðupottur og sú kássa er að smakkast ansi vel.

Það sem gerir þetta jafnvel áhugaverðara er að ólíkt flest öllum öðrum listastefnum, þá höfum við tækifæri til að fylgjast með fyrstu skrefum þessara listastefnu. Tölvuleikir eru einungis um 50 ára, á meðan tónlist, bækur, myndlist og fleira hefur fylgt mannkyninu næstum jafn lengi og mannfólkið hefur stigið fæti á jörðina. Tölvuleikir er eitt yngsta listform sem við eigum til, og skora ég á fleiri listfræðinga að hafa augun opin fyrir því.

Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2017?

Stafræna byltingin. Á hverju ári sést gífurleg aukning í sjálfstæðri listsköpun í öllum kimum listarinnar. Með því að nýta sér hin ótrúlegustu stafrænu verkfæri getur listafólk auðveldað sér að gerast að fullu sjálfstætt og ég sé þessa tækni þróast og stækka með hverju ári.

Tónlistarfólk þarf ekki lengur plötusamning við stórt útgáfufyrirtæki, heldur getur það gefið út sitt efni á sínum eigin forsendum. Alvöru „indie“ tónlist eins og mætti kallast. Þetta sjáum við einnig vera að gerast í tölvuleikjunum, kvikmyndunum og mörgu fleira, og erum við að sjá Íslendinga nýta sér þetta meira og meira með hverju ári sem líður.

Það verður gaman að sjá hvað árið 2018 mun bjóða upp á.


Menningarárið 2017 gert upp:

Alexander Roberts, sviðslistamaður
Ásgeir H. Ingólfsson, blaðamaður og skáld
Birta Guðjónsdóttir, myndlistarmaður og sýningastjóri
Brynja Pétursdóttir, danskennari
Dýrfinna Benita (Countess Malaise), tónlistar- og myndlistarkona
Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA
Guðni Valberg, arkitekt
Jóhann Helgi Heiðdal, heimspekingur
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson, tölvuleikjasmiður og tónlistarmaður
María Kristín Jónsdóttir, ritstjóri HA magasín
Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur og leikhúsgagnrýnandi
Sjón, rithöfundur
Stefán Baldursson, leikstjóri
Yean Fee Quay, sýningastjóri

Menningarannáll DV 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“

Baunaði hressilega á fyrrum samstarfsmenn í sjónvarpinu: Var aldrei svona heppinn – ,,Gátu ekki dreift vatnsflöskum sín á milli“
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu

Mjólkurbikarinn: Víkingar lentu óvænt undir en svöruðu vel fyrir sig – KA áfram eftir framlengingu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða

Gætu neyðst til að selja vonarstjörnuna í sumar vegna fjárhagsvandræða