fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Svæfandi spennuþáttur

Fallið brást vonum

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 14. janúar 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta þáttaröðin af Fallinu var bæði vel gerð og æsispennandi. Önnur þáttaröð náði ekki sömu gæðum en var samt gott sjónvarpsefni. RÚV hefur nýlokið við að sýna þriðju þáttaröðina sem var algjörlega óþörf viðbót. Áhorf á hana var ekkert annað en tímaeyðsla. Í hverjum þætti beið maður eftir því að eitthvað gerðist en svo að segja ekkert bar til tíðinda, annað en að okkur var ætlað að kynnast sálarlífi morðingjans betur en áður. Ekki tókst þó að glæða áhuga manns. Í lokaþættinum var reynt að bæta tíðindaleysið upp með nokkrum ofbeldisatriðum sem áttu sennilega að skelfa mann en voru svo ýkt að maður yppti bara öxlum. Hið sama má segja um lokaatriðið sem sneri að örlögum morðingjans, það lá við að vera fáránlegt, þar var mikill hamagangur sem snerti mann lítt.

Ákveðið kraftleysi einkenndi þessa síðustu þáttaröð. Manni fannst stundum eins og handritshöfundurinn hefði farið í frí og leikararnir væru að reyna að spinna þráð úr engu. Hin fína leikkona Gillian Anderson, í hlutverki lögreglukonunnar, hafði lítið að gera annað en að vera afar áhyggjufull og hvísla. Jamie Dornan í hlutverki morðingjans var allan tímann úti á þekju.

Ég hef sjaldan eða kannski aldrei horft á jafn svæfandi spennuþátt. En nú er Fallinu lokið. Vonandi verður ekki framhald á, það er komið nóg. Annar þáttur sem hefur greinilega einnig runnið sitt skeið á enda er The Affair sem sýndur hefur verið í Sjónvarpi Símans. Fyrsta þáttaröðin var afar góð en sú þriðja drepleiðinleg og tilgerðarleg. Stundum er best að hætta leik þá hæst hann stendur en ekki fara í þreytandi útþynningu, eins og raunin hefur orðið með þessa tvo framhaldsþætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Birti myndir af sjúkrabeði – Systirin hvetur hana til að vera sterk

Birti myndir af sjúkrabeði – Systirin hvetur hana til að vera sterk
Fókus
Í gær

Hjartaknúsarinn Robert Redford þurfti að slá konurnar frá sér

Hjartaknúsarinn Robert Redford þurfti að slá konurnar frá sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform

Sunneva reyndi að taka sætar myndir en hundurinn hafði önnur áform
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig