fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fókus

Annabelle kom, sá og sigraði

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 14. ágúst 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hryllingsmyndin Annabelle: Creation var aðsóknarmesta kvikmyndin í kvikmyndahúsum Bandaríkjanna um helgina, en myndin þénaði alls 35 milljónir dala um frumsýningarhelgina.

Myndin tengist Conjuring-myndunum sterkum böndum og hefur hún fengið ágætis dóma frá gagnrýnendum. Myndinni er leikstýrt af David F. Sandberg sem leikstýrði einnig hryllingsmyndinni Lights Out sem kom út á síðasta ári. Annabelle: Creation er framhald myndarinnar Annabelle sem kom út árið 2014 en sú halaði inn 37,1 milljón Bandaríkjadala fyrstu frumsýningarhelgina.

Næstvinsælasta myndin í bandarískum kvikmyndahúsum var myndin Dunkirk í leikstjórn Christopher Nolan, en hún þénaði 11,4 milljónir dala um helgina. Það er dágott miðað við að myndin hefur nú verið í sýningu yfir fjórar helgar. Í þriðja sæti var svo myndin The Dark Tower, sem byggð er á bókum Stephen King, en myndin þénaði 7,9 milljónir dala um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“
Fókus
Fyrir 1 viku

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“