fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fókus

Frumsýnd í Feneyjum

Undir trénu eftir Hafstein Gunnar keppir í flokknum Orrizzonti

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 29. júlí 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undir trénu, nýjasta kvikmynd leikstjórans Hafsteins Gunnars Sigurðssonar (Á annan veg, París Norðursins), hefur verið valin til að keppa til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum sem hefst í lok ágúst. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í Feneyjum á fimmtudag.

Myndin mun keppa í flokknum Orizzonti, sem mætti þýða sem „Við sjóndeildarhringinn“ en sá flokkur er ætlaður myndum alls staðar að úr heiminum sem beita nýstárlegri tjáningu eða fagurfræði í kvikmyndagerðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk kvikmynd er valin til þátttöku í flokknum.

Í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar kemur fram að vegna hátíðarinnar verði frumsýningu myndarinnar hér á landi seinkað um tvær vikur frá áður auglýstum tíma, til 6. september. „Feneyjahátíðin er mjög ströng þegar kemur að þessu, þ.e.a.s. þess er krafist að sýning myndarinnar á hátíðinni sé heimsfrumsýning,“ er haft eftir Grímari Jónssyni í tilkynningunni.

Myndin sem er skrifuð af Hafsteini Gunnari og Huldari Breiðfjörð er sögð dramatísk mynd með þriller-ívafi og kolsvörtum húmor. Steinþór H. Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., leikur ungan mann sem er kastað út af kærustunni sinni, leikinni af Láru Jóhönnu Jónsdóttur, eftir að hún gómar hann við að horfa á gamalt kynlífsmyndband. Í kjölfarið deila þau um forræði yfir fjögurra ára dóttur sinni. Á sama tíma standa foreldrar hans, sem eru leikin af Eddu Björgvinsdóttur og Sigurði Sigurjónsyni, í heiftúðlegum nágrannaerjum um tré sem skyggir á garð þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“
Fókus
Fyrir 1 viku

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“