fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Brostin hjörtu

Grafin leyndarmál er spennuþáttur sem vekur mann til umhugsunar

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 13. maí 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grafin leyndarmál, Unforgotten, breska spennuþáttaröðin sem RÚV sýnir á þriðjudagskvöldum, verður betri með hverjum þætti. Í þáttum eins og þessum er ekki sérlega algengt að jafn vel sé hugað að sálfræðiþættinum og gert er þarna. Áhorfandinn fær glögga innsýn í sálarlíf persóna, sem sumar geyma leyndarmál sem vart þola dagsljósið.

Dagskrárlýsing benti til að hér væri á ferð dæmigerður spennuþáttur sem myndi halda manni við skjáinn: Lögreglan hefur morðrannsókn þegar bein ungs manns finnast í húsagrunni 39 árum eftir hvarf hans. Maður kom sér þægilega fyrir í sófanum á hverju þriðjudagskvöldi og horfði á þáttaröð sem er enn betri en maður hafði átt von á. Í þessum spennuþætti eru nokkrar aukapersónur sem eru á svipuðum aldri, eldra fólk sem braut af sér á yngri árum, mismikið reyndar, og gat ekki gleymt því sem það hafði gert á hlut annarra. Frábærir leikarar túlka þessar brotnu persónur á afar áhrifamikinn hátt og maður sér sorg og iðrun í lífsreyndum andlitum þeirra. Þetta er ansi magnað og það tekur stundum á að verða vitni að örvæntingu persóna.

Þetta eru þættir sem minna okkur á að lífið er þroskaferli eða ætti allavega að vera það. Eldri manneskja er ekki sú sama og hún var á unga aldri, heldur yfirleitt fremur vitrari (þótt ekki sé það algilt). En það hjálpar ekki þessum sakbitnu persónum sem þjást vegna þess sem þeim varð á svo mörgum árum fyrr.

Þetta er óvenjulegur spennuþáttur því hann vekur mann til umhugsunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“