fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Bandarísk Benjamín dúfa frumsýnd í ár

„Þessi mynd er algjört kraftaverkabarn,“ segir Erlingur Jack Guðmundsson, framleiðandi Benji, the Dove

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 11. maí 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benji The Dove, bandarísk endurgerð á íslensku kvikmyndinni Benjamín dúfa frá 1995, sem byggð var á verðlaunasögu Friðriks Erlingssonar, verður frumsýnd síðar á þessu ári. Þetta segir Erlingur Jack, einn framleiðenda myndarinnar í samtali við blaðamann DV.

Myndin er byggð á sögunni um Benjamín dúfu og vinum hans í reglu rauða drekans, en sögunni hefir verið breytt nokkuð og hún staðfærð. Leikstjóri er Kevin Arbouet og skartar myndin nokkrum ungum og óþekktum leikurum í aðalhlutverki.

Upptökur fóru fram í New York í fyrra, búið er að klippa myndina og er nú verið að vinna í tónlist og hljóðeftirvinnslu. „Við stefnum á að klára myndina í lok sumars og hugsanlega frumsýna hana í september, en það á þó eftir að koma betur í ljós,“ segir Erlingur. Hann segist vonast til að myndin nái inn í kvikmyndahús í Bandaríkjunum og jafnvel víðar en segir samkeppnina vera harða og vel geti verið að myndin rati beint inn á VOD-leigur og efnisveitur.

Nokkuð var fjallað um myndina í íslenskum fjölmiðlum árið 2015, meðal annars þegar tilkynnt var að Susan Kirr og Cathleen Sutherland, sem var ein af framleiðendum hinnar margverðlaunuðu þroskasögu Boyhood, myndu taka þátt í framleiðslunni. Þær sögðu sig þó báðar frá verkefninu, meðal annars vegna þess að ekki tókst að tryggja nægjanlegt fjármagn en í kjölfarið var ákveðið að taka myndina upp í New York frekar en Texas. „Þær hafa hins vegar verið frábærar í öllu ferlinu og ráðlagt mér mjög mikið,“ segir Erlingur.

Hann segir myndina hafa verið töluvert ódýrari í framleiðslu en íslensk kvikmynd á fullum styrkjum og segist hann fyrst og fremst vera virkilega sáttur við að hafa náð að klára verkefnið. „Þetta hefur verið mikið ævintýri og ég hef lært heil ósköp á því að gera þessa mynd – það er á hreinu! Við leikstjórinn grínumst stundum með að þessi mynd sé algjört kraftaverkabarn,“ segir Erlingur um Benji, the Dove.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni