fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fókus

Hjartasteinn fékk dómnefndarverðlaun í Serbíu

Auk þess var Guðmundur Arnar Guðmundsson verðlaunaður fyrir bestu frumraunina

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 6. mars 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Hjartasteinn vann til tveggja verðlauna á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Belgrad í Serbíu. Tilkynnt var um vegsemdina í dag en íslenska myndin hlaut bæði dómnefndarverðlaun hátíðarinnar auk þess sem hún hlaut verðlaun fyrir bestu fyrstu mynd leikstjóra.

Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar, var gestur í Vikunni með Gísla Marteini síðastliðinn föstudag. Hann fékk símtalið frá Serbíu skömmu fyrir þáttinn og þurfti að bóka miða í grænum hvelli til þess að veita verðlaununum viðtöku. Í spjalli hans við Gísla Martein kom fram að myndin væri innblásin af tímabili í hans eigin lífi þar sem hann bjó tímabundið í litlu þorpi úti á landi en að sagan sjálf væri skáldskapur.

Hinir ungu leikarar myndarinnar hafa fengið mikið lof fyrir frammistöðuna og um þá sagði Guðmundur: „Við æfðum gríðarlega vel, í um átta mánuði. Við pössuðum okkur að velja einlæga og metnaðarfulla krakka sem voru tilbúin til að leggja allt sitt í verkefnið,“ sagði Guðmundur Arnar.

Viðurkenningin í Serbíu þýðir að kvikmyndin hefur núna unnið til 24 alþjóðlegra verðlauna frá heimsfrumsýningu myndinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í september 2016. Myndin hlaut þrettán verðlaun á þessum síðustu fjórum mánuðum ársins 2016 og hefur nú bætt við sig um 11 verðlaunum til viðbótar á fyrstu mánuðum ársins 2017.

Þá eru ótalin þau níu EDDU-verðlaun sem Hjartasteinn hlaut á dögunum sem og skandinavísk netverðlaun hjá Cinema Scandinavia Awards.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því
Fókus
Í gær

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins