fbpx
Mánudagur 06.maí 2024

Sýningarstjóri Sequences VIII kynntur

Margot Norton frá New Museum í New York stýrir Sequences á næsta ári

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 25. október 2016 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margot Norton, sýningarstjóri hjá New Museum of Contemporary Art í New York, mun sýningarstýra Sequences VIII myndlistartvíæringnum sem fer fram í október 2017.

Norton hefur starfað hjá safninu frá 2011 og hefur á þeim tíma meðal annars unnið með Ragnari Kjartanssyni að sýningu hans í New Museum árið 2014, auk þess að vinna að einkasýningum Judith Bernstein, Tacitu Dean og Eriku Vogt.

Norton mun koma til landsins í nóvember á 10 ára afmælishátíð Sequences, kynna heiðurslistamenn og veita gestum innsýn inn í næstu hátíð.

Sequences-hátíðin, sem var haldin í fyrsta skipti árið 2006, er eina íslenska listahátíðin sem sérhæfir sig í myndlist, en áhersla er lögð á lifandi flutning og tímatengda list. Hátíðin er haldin annað hvert ár og fer nú fram í áttunda sinn. Þetta er annað skiptið sem erlendur sýningarstjóri er fenginn til að stýra hátíðinni, en í fyrra var það ítalinn Alfredo Cramerotti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Nokkrar staðreyndir fyrir stórleikinn í Kópavoginum – Valur í brekku en miðað við síðustu leiki verður þetta ekki niðurstaðan

Nokkrar staðreyndir fyrir stórleikinn í Kópavoginum – Valur í brekku en miðað við síðustu leiki verður þetta ekki niðurstaðan
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum

Stuðningsmönnum Liverpool brugðið – Eyðir öllu tengdu félaginu af samfélagsmiðlum
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“