fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025

Einfaldlega ógleymanleg sýning

Bryndís Loftsdóttir gerir upp menningarárið 2015: Mávurinn, barnabækur og bókaskattur

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 8. janúar 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í menningarannál ársins sem birtist í áramótablaði DV 29. desember verður stiklað á stóru og rifjað upp það helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til fimmtán álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándannn munu vangaveltur álitsgjafanna birtast í heild sinni á menningarsíðu DV.is. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2015 og greina stöðuna í menningunni í árslok.


Mynd: Aðsend

Bryndís Loftsdóttir, leikhúsgagnrýnandi DV

Hvað þótti þér eftirminnilegasta listaverk ársins 2015?

Uppfærsla Borgarleikhússins á Mávinum eftir Anton Tsjékhov með viðbættum texta eftir leikhópinn og Eirík Örn Norðdahl. Hugmyndarík leikstjórn og gáskafullt sköpunarfrelsi leikaranna lyftu þessu snilldarverki upp í nýjar hæðir. Einfaldlega ógleymanleg sýning.

Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu?
(gott eða slæmt, viðburður, atvik, bransafrétt, trend, nýliði, listræn átök, menningarpólitísk ákvörðun eða hvað sem þér dettur í hug)

Jákvætt: Mikil gróska hefur verið í útgáfu skáldverka fyrir börn og ungmenni á árinu. Nýliðun hefur verið mikil og verkin metnaðarfull. Í raun má segja að mesta samkeppnin nú fyrir jól hafi verið á milli barnabóka. Nú vantar bara stuðning við skólabókasöfnin þannig að fjölbreytt úrval gæðalesefnis bíði barnanna okkar þar á hverjum degi.

Blendið: Ákvörðun Fulltrúaráðs Listahátíðar í Reykjavík um að breyta hátíðinni aftur í tvíæring eftir Listahátíð 2016. Örugglega ekki auðveld ákvörðun en gefur nýjum stjórnendum vonandi rými til að setja saman framúrskaradi metnaðarfulla dagskrá árið 2018.

Neikvætt: Sú ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að hækka virðisaukaskatt á bókum og tónlist upp í 11% í upphafi ársins 2015. Með þessari aðgerð komum við okkur í hóp þeirra fimm þjóða í Evrópu sem hæstan skatt leggja á bækur á sama tíma og íslensk tunga á í vök að verjast og fjöldi þeirra sem aldrei les bækur hefur nær tvöfaldast á síðast liðnum fjórum árum.

Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2015?

Listamenn hafa gefið sjálfum sér aukið rými í sköpun sinni. Skilin milli sköpunar og heimildarefnis hafa verið máð út. Fjölmargir listamenn hafa nýtt samfélagsmiðla vel til þess að koma verkum sínum á framfæri og þannig brúað óþarfa gjá sem lengi hefur verið til staðar á milli almennings og listamanna. Ég hef trú á því að með aukinni fræðslu um störf listamanna og þróun verka þeirra aukist bæði áhugi og skiliningur almennings á listsköpun. Pétur Gautur og Kristín Gunnlaugs eru gott dæmi um þetta en oft má sjá bæði verk í þróun og fullbúin verk á Facebook síðum þeirra.


Lestu fleiri ársuppgjör úr menningarlífinu:

Bob Cluness, tónlistargagnrýnandi og tónleikahaldari
Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor Listaháskóla Íslands
Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur.
Ingólfur Gíslason, ljóðskáld og stofnandi vefgallerísins 2015 er gildra.
Heiða Jóhannsdóttir, kennari í kvikmyndafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
Aude Busson, sviðslistakona.
Pétur Grétarsson, tónlistarmaður og umsjónarmaður Hátalarans á Rás 1.
Valur Antonsson, heimspekingur.
Katla Maríudóttir, arkitekt.
Njörður Sigurjónsson, dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.
Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Hönnunarsafns Íslands.
Angela Rawlings, ljóðskáld.
Halldór Guðmundsson, rithöfundur og forstjóri Hörpu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Þrettán ára drengur lést eftir að hafa úðað í sig ósoðnum núðlum

Þrettán ára drengur lést eftir að hafa úðað í sig ósoðnum núðlum
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Faðir fékk áfall þegar TR krafði hann um meðlagsgreiðslur þrátt fyrir jafna umgengni og staðfest samkomulag við barnsmóður

Faðir fékk áfall þegar TR krafði hann um meðlagsgreiðslur þrátt fyrir jafna umgengni og staðfest samkomulag við barnsmóður
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
Fókus
Í gær

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
433Sport
Í gær

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys

Fær að æfa með stóru félagi tæpu ári eftir alvarlegt slys