fbpx
Sunnudagur 25.janúar 2026
Fókus

Fjörug föstudagskvöld

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 22. janúar 2016 13:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skjár Einn sýnir The Voice, bandarísku útgáfuna, með heillandi dómurum og fyrirtaks söngvurum. Um allan heim eru til útgáfur af The Voice en það getur ekki verið að nokkur þeirra standist samanburð við þá bandarísku. Sú útgáfa státar af frábærum dómurum sem eru heimsþekktir söngvarar. Þarna eru Pharell, sem virðist einstaklega ljúfur náungi, Adam Levine, sem hefur verið kosinn kynþokkafyllsti karlmaður heims, Gwen Stefani, sem er ótrúlega falleg, og Blake Shelton, sem hefur gríðarlega útgeislun. Það sakar svo ekki að Gwen og Blake hafa verið að draga sig saman og mikið vonar maður nú að það samband endist. Í þáttunum eru þau ekki mikið að auglýsa náið samband sitt, en Blake hefur þó allavega einu sinni ýjað að því við mikinn fögnuð áhorfenda.

The Voice hefur unnið til margs konar verðlauna, fékk til dæmis Golden Globe á dögunum sem besti raunveruleikaþátturinn. Eins og upplýst fólk á að vita þá er The Voice söngkeppni þar sem alls kyns fólki, flestu ungu að árum, sem ætíð hefur þráð að fá að stíga á svið, býðst tækifæri til að syngja og dómarar þáttarins gefa álit sitt. Þeir söngvarar sem komast áfram í keppninni fá síðan þjálfara úr hópi dómaranna. Ýmsir þessara þátttakenda hafa greinilega mikla hæfileika en skortir um leið sjálfstraust. Það er beinlínis upplífgandi að sjá breytingu á þessum söngvurum eftir því sem líður á þættina. Um leið og hæfileikarnir fá að blómstra í samstarfinu við þjálfara eykst sjálfstraust hins óreynda söngvara.

Styrkur The Voice felst að hluta til í vali á dómurum, sem jafnframt eru þjálfarar, og þar hefur sannarlega tekist vel til. Adam, Pharell, Blake og Gwen eru skemmtilegar týpur sem ná vel saman, þau eru fyndin og útgeislun þeirra er mikil. Þegar kemur að söng kunna þau svo sannarlega sitt fag og eru afar uppbyggilegir þjálfarar og sanngjarnir dómarar. Án þeirra væru þættirnir ekki jafn heillandi. Þau kunna á sjónvarp og eru eins og fædd til að vera þar.

Það er ekki betra sjónvarpsefni á föstudagskvöldum en The Voice á Skjá Einum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur lagði Heiðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Egill fór í hárígræðslu og deilir ferlinu og nýju útliti opinskátt – „Eðlilegur fiðringur í maganum á aðgerðardegi“

Egill fór í hárígræðslu og deilir ferlinu og nýju útliti opinskátt – „Eðlilegur fiðringur í maganum á aðgerðardegi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjörnur í stærsta verkefni Baltasar til þessa

Stórstjörnur í stærsta verkefni Baltasar til þessa
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenskar snyrtivörur lögðu grunninn að glæsilegu útliti

Íslenskar snyrtivörur lögðu grunninn að glæsilegu útliti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslendingar rifja upp heimskulegustu hlutina sem þeir gerðu sem börn – „Man vel eftir hversu ofboðslega reið mamma mín varð“

Íslendingar rifja upp heimskulegustu hlutina sem þeir gerðu sem börn – „Man vel eftir hversu ofboðslega reið mamma mín varð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Varpa sprengju í máli leikarans sem er sakaður um barnaníð

Varpa sprengju í máli leikarans sem er sakaður um barnaníð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hugh Jackman sagður hafa snúið baki við vini sínum

Hugh Jackman sagður hafa snúið baki við vini sínum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kynntist erlendum ferðamanni og hlustaði ekki á viðvörun foreldranna: „Ég var 18 ára og blinduð af ást“

Kynntist erlendum ferðamanni og hlustaði ekki á viðvörun foreldranna: „Ég var 18 ára og blinduð af ást“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þetta er skrýtnasti staður sem ævintýramaðurinn Kristján hefur heimsótt – „Það var ekkert fólk”

Þetta er skrýtnasti staður sem ævintýramaðurinn Kristján hefur heimsótt – „Það var ekkert fólk”