fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Ólafur og Sölvi stofna nýtt risa-plötufyrirtæki

Eignast útgáfurétt á allri tónlist Senu

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 29. júlí 2016 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á blaðamannafundi á miðvikudag tilkynntu tónlistarmennirnir Ólafur Arnalds og Sölvi Blöndal um stofnun nýs útgáfufyrirtækis sem mun taka yfir allan tónlistarrekstur Senu, stærstu plötuútgáfu landsins um árabil. Fyrirtækið mun einbeita sér að nýrri útgáfu en mun einnig halda utan um og endurútgefa þá tónlist sem Sena á réttinn á, sem er allt að 80 prósent af útgefinni tónlist á Íslandi.

Sölvi, sem gerði garðinn frægan með rappsveitinni Quarashi, og Ólafur, sem hefur meðal annars hlotið BAFTA-verðlaunin fyrir tónlist sína,eru í forsvari fyrir fyrirtækið, en aðrir hluthafar eru Jón Diðrik Jónsson, meirihlutaeigandi Senu, Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi og athafnamaður, Reynir Harðarson, fjárfestir og einn af stofnendum CCP, og Henrik Biering tónlistarmaður.

Tónlistarmennirnir segjast ekki telja að svartsýnisspár um endalok tónleikaútgáfu gangi eftir þrátt fyrir minnkandi plötusölu á undanförnum árum, en stefnt er á að færa útgáfuna inn í nútímann með aukinni stafrænni útgáfu og auknu aðgengi að eldra efni á netinu.

Þó að Sena dragi sig úr tónlistarbransanum verður fyrirtækið ennþá virkt í útgáfu á annars konar afþreyingarefni og viðburðastjórnun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“

Segir Katrínu verða fyrir hatursfullum árásum – „Ein besta og heilsteyptasta manneskja sem ég hef kynnst“
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Sagan á bak við Frank Mills

Sagan á bak við Frank Mills
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu

Enn og aftur orðaður við brottför – Hafa harðneitað að hann sé til sölu
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn