fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025

Fyrsti rabbíni Íslands: „Í framtíðinni verður kannski sérstakur skóli fyrir gyðingabörn“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 9. júní 2018 12:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rabbíninn Avi Feldmann, eiginkona hans Mushky og tvö börn þeirra eru nýkomin til landsins og munu þau sjá um að skipuleggja og halda utan um trúarstarf gyðinga á Íslandi. Málefni gyðinga hafa verið mjög til umræðu á Íslandi undanfarna mánuði eftir að frumvarp um bann við umskurði drengja var lagt fram á Alþingi í vetur. Kristinn hjá DV ræddi við Avi sem hyggst dvelja hér til langframa.

Þetta er brot úr viðtali í helgarblaði DV.

Sýnagóga, barnaskóli og trúarleg baðlaug í sigtinu

Lítur þú á þig sem trúboða?

„Við lítum svo á að við séum að koma með umgjörð utan um trúarlíf gyðinga til landsins. Þetta er þjónusta fyrir fólk sem vill læra um gyðingdóm af fúsum og frjálsum vilja og ekki aðeins gyðinga. Við erum samt ekki að reyna að snúa fólki til gyðingdóms.“

Hversu margir gyðingar búa á Íslandi?

„Það hefur aldrei verið neitt utanumhald um samfélagið þannig að það hafa aldrei verið til staðar nákvæmar tölur, en þetta eru sennilega nokkur hundruð. En við hugsum meira um einstaklingana en fjöldann. Margir af þeim eru innflytjendur, til dæmis frá Norður- og Suður-Ameríku, en aðrir Íslendingar sem komnir eru af dönskum gyðingum sem fluttu hingað fyrr á öldum. Þetta er góð blanda og fólk þekkist vel innbyrðis.“

Avi segir að Ísland sé hentugt land fyrir gyðinga að búa á. Íslendingar séu almennt trúaðir þó að vissulega séu margir veraldlega sinnaðir. Landið sé í raun heimili margra ólíkra trúarbragða og gyðingdómur á sér stað hér.

„Trúfrelsi er okkur sérstaklega mikilvægt og metum við það mikils við bæði þjóðina og ríkisstjórnina að það frelsi sé til staðar.“

Er takmark ykkar að koma á fót sýnagógu á Íslandi?

„Já, það er framtíðartakmarkið. Núna leigjum við sali undir hátíðir og samkomur, til dæmis á hótelum. En okkur langar til að eignast eigin sýnagógu þar sem við getum beðið og iðkað okkar starfsemi.“

Annað sem Avi vill koma á laggirnar er svokallað Mikvah, sem er nokkurs konar trúarlegur baðstaður. Samkvæmt helgiritum eiga gyðingakonur að baða sig í Mikvah, sérstaklega áður en þær giftast, en mikilvægt er að laugin sé náttúruleg. Avi segir Ísland sérstaklega hentugt þar sem hér séu margar náttúrulegar jarðhitalaugar.

„Vatnið táknar lífið líkt og það sem umlykur okkur í móðurkviði. Mikvah snýst um jákvæða lífsorku og andlega hreinsun og sérstök Mitzvah, eða boðorð, sem gyðingar hafa fylgt í þrjú þúsund ár.“

En sérstaka skóla fyrir gyðingabörn?

„Það er möguleiki en við erum enn þá að læra á þjóðfélagið. Í framtíðinni verður kannski sérstakur skóli fyrir gyðingabörn. Þetta væri skóli þar sem börnunum yrði kennd gyðingleg málefni en auðvitað einnig íslenska og önnur fög.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

England: Cherki skaut City á toppinn

England: Cherki skaut City á toppinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 12 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Mestu varðar mannúðin og mildin

Sigmundur Ernir skrifar: Mestu varðar mannúðin og mildin
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fengi miklu meiri gagnrýni ef hann væri ekki í Liverpool

Fengi miklu meiri gagnrýni ef hann væri ekki í Liverpool
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum

Hefur reynt allt til að hjálpa Jesus á erfiðum tímum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“

Kristján allt annað en hrifinn – „Þetta er bara galið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik

Chelsea fær frábærar fréttir fyrir mikilvægan leik
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“

Kristján varpar fram kenningu um aðstoðarmanninn á Hlíðarenda – „Það er byrjað að brýna hnífana og það á bara eftir að dúndra þeim í bakið á Hermanni“
EyjanFastir pennar
Fyrir 20 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót

Óttar Guðmundsson skrifar: Við áramót