fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fókus

Með og á móti: Vantraust á Sigríði Andersen

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. mars 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir

Helga Vala Helgadóttir Helga Vala Helgadóttir

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Með

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar

Ég tel að það sé nauðsynlegt til þess að auka tiltrú á hinu nýja dómstigi í landinu, Landsrétti. Dómsmálaráðherra hefur í tvígang verið dæmdur í Hæstarétti fyrir ólögmæta embættisfærslu. Það er fyrirséð og hefur nú þegar hafist að málaferli verða í gangi um nokkurt skeið vegna hennar starfa. Hennar ólögmætu embættisfærslur hafa þegar valdið skattgreiðendum miklu fjárhagstjóni, ófyrirséð er hversu langan tíma málaferlin taka og hversu mikið fjárhagstjón verður þegar upp er staðið.


Á móti

Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri – grænna

Ég lít á það þannig að ef það er samþykkt vantraust á staka ráðherra þá þýðir það í raun að ríkisstjórnin er ekki lengur starfhæf. Í samsteypustjórnum er hver flokkur ábyrgur fyrir skipan sinna ráðherra, en með því að ganga til samstarfs yfirleitt lýsa hinir flokkarnir stuðningi við hver annan og slíkt er í raun forsenda samstarfsins. Vinstri – græn voru ekki sammála embættisfærslu í tengslum við skipan Landsréttar á síðasta kjörtímabili en ákváðu engu að síður að mynda ríkisstjórn með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki eftir kosningar. Sú ákvörðun stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð

Útskýrir af hverju hann ætlar að gefa nánast allan sinn auð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir

Simon Cowell afhjúpar villta kynlífsbeiðni – Parið var tilbúið að borga 19 milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala