fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Guðmundur verður ekki bara landsliðsþjálfari: Stofnar fyrirtæki með vini sínum

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. mars 2018 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Guðmundsson, nýráðinn landsliðsþjálfari, karlalandsliðsins í handbolta mun ekki sitja auðum höndum hér á landi milli leikja hjá landsliðinu.

Guðmundur hefur nefnilega stofnað ferðaþjónustufyrirtæki ásamt vini sínum, en fyrirtækið mun hafa það hlutverk að lokka fleiri Dani til Íslands. Guðmundur hefur eins og kunnugt er náin tengsl við Danmörku eftir að hafa stýrt danska landsliðinu í nokkur ár með góðum árangri.

Guðmundur segir frá því í samtali við BT í Danmörku að verkefnið hafi verið í undirbúningi um nokkurt skeið, en fyrirtækið hafi hafið starfsemi í síðustu viku. Mun fyrirtækið einkum sjá um að skipuleggja ferðir fyrir hópa.

„Ég hef lengi verið áhugasamur um að skipuleggja ferðir fyrir Dani til Íslands. Ísland er dásamlegt land og ég hef ferðast um allt landið og þekki það því mjög vel,“ segir Guðmundur og bætir við að hann hafi gaman af því að fara í veiði- og gönguferðir.

„Ísland er mjög vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn núna og við höfum trú á því að margir Danir hefðu áhuga á að heimsækja landið.“

Búið er að opna vefsíðu, GoToIceland, sem áhugasamir geta heimsótt.

Guðmundur segir að handboltinn verði í forgangi, nú sem endranær, þó svo að hann hafi nú stofnað fyrirtæki. Guðmundur var ráðinn landsliðsþjálfari eftir vonbrigðin á Evrópumótinu í Króatíu í janúar og ljóst að það verður nóg að gera hjá honum á næstu misserum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“