fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fókus

Sáu Chester Bennington stuttu fyrir andlát hans

Berglind og Kristín miklir aðdáendur Linkin Park

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 21. júlí 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Berglind Ómarsdóttir hefur hlustað á Linkin Park síðan hún var barn og það hafði lengi verið draumur hennar að sjá þá á tónleikum. Sú ósk rættist í byrjun júlí og náði hún því að sjá idolið sitt, Chester Bennington, stuttu fyrir andlát hans.

„Það hafði verið draumur hennar lengi að fá að sjá þá spila á tónleikum,“ segir Kristín Karlsdóttir, eiginkona Berglindar.
„Sá draumur rættist fyrir rúmum tveimur vikum. Hún fékk að sjá idolið sitt, Chester Bennington úr Linkin Park. Að sjá þessa innlifun frá Berglindi þegar hún söng með öllum lögunum þeirra og hoppaði og dansaði með.“

Chester steig síðan af sviðinu og kom í áttina til þeirra og þá hélt Kristín að myndi líða yfir Berglindi. „Hann söng af öllu hjarta til aðdáenda sinna. Hann var alveg með þetta og vissi hvað aðdáendur vildu.“

Chester lést í gær, 41 árs að aldri, en hann framdi sjálfsmorð í íbúð sinni í Kaliforníu, sjá frétt DV hér.

Berglind hefur gert meira en að hlusta á sveitina, því hún er einnig með tvö Linkin Park húðflúr á sér.
Með tvö Linkin Park flúr Berglind hefur gert meira en að hlusta á sveitina, því hún er einnig með tvö Linkin Park húðflúr á sér.

Ólíkt Berglindi var Kristín enginn aðdáandi sveitarinnar fyrir tónleikana. Það hins vegar átti eftir að breytast. „Hann meira að segja sannfærði mig um að vera Linkin Park fan sem ég var ekki áður en ég fór á tónleikana, en vá eftir þessa tónleika var ég það sko heldur betur.“

Tónleikana má hlýða á í heild sinni á Youtube og í myndbandinu má sjá þeim Berglindi og Kristínu bregða fyrir.
Tónleikar á Youtube Tónleikana má hlýða á í heild sinni á Youtube og í myndbandinu má sjá þeim Berglindi og Kristínu bregða fyrir.

Berglind og Kristín ætluðu sér ekki að missa af neinu sem fram færi og stóðu því upp við sviðið í 12 klukkustundir, án þess að drekka vatn eða annan vökva bara til að vera fremstar.

„Það var sko sannarlega þess virði. Hér fáið þið að sjá frábæran söngvara sem dó alltof ungur, og svo tvær massíft peppaðar gellur öskra og syngja með. Dagur sem við gleymum aldrei,“ segir Kristín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana

Sydney Sweeney svarar fyrir sig – Segir aðallega konur gagnrýna hana
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“

„Ég er bara með þetta uppáskrifað frá Kristrúnu Frosta. Vertu ekki að æsa þig yfir þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“