fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fókus

Leon Ingi er 17 ára sjómaður: „Reynslubankinn er fúlgunni ríkari“

Fór í róður á línuskipi

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 21. júlí 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leon Ingi Stefánsson, 17 ára námsmaður, sem búsettur er í Grindavík, brá sér í tvo róðra með línuskipinu Tómasi Þorvaldssyni frá Grindavík nú í júlí. Róið var frá Siglufirði eins og oftast á sumrin. Leon Ingi skráði dagbók í þessum tveimur túrum og gerði hann það vel og ítarlega.

„Reynslubankinn er fúlgunni ríkari,“ segir Leon og tekur ofan hattinn fyrir íslenskum sjómönnum. Leon Ingi er ekki alveg ókunnur sjómennskunni, því bæði faðir hans og afar auk fleiri ættingja stunda og hafa stundað sjómennskuna sem ævistarf.

Hjörtur Gíslason, blaðamaður og ritstjóri Kvótinn.is, er afi Leons Inga og bað hann um að skrifa dagbókina.
Hér á eftir fer lýsing á fyrsta tveimur dögunum:

Dagur 1
Þetta er aðeins annar túrinn minn á sjó en fyrsti hér um borð og vissi því ekki alveg við hverju átti að búast af mannskapnum. En mér líkar mórallinn vel og allir hressir. Við leystum landfestar klukkan 16:00 og sigldum frá Siglufirði að miðunum í 3-4 tíma. Fyrsta vaktin var stutt, eða 2 tímar og var ég þokkalega sáttur með það til að byrja með. Fyrstu kynni af áhöfninni voru góð, þetta eru skemmtilegir strákar frá aldrinum 16 til 60 ára og hver öðrum ruglaðri (en á góðan hátt).

Dagur 2
Fyrsta alvöru vaktin í dag var langt í slæm þótt við höfðum ekkert rakað fisk í dallinn. Ég var á vakt í 12 tíma en fæ tvær klukkutíma matarpásur. Vinnan er ekki sérlega erfið sem slík en eftir langan vinnudag verða vöðvarnir stífir og finnst mér þá gott að teygja á og svona. Ég lærði ýmislegt í dag. Þar á meðal „lærði“ ég á eina ógnvænlegustu vél okkar tíma; uppstokkarann, sem ég hef lengi verið smeykur við. Einnig lærði ég það að það er ekki öllum sjálf gefið að kunna á þvottavélar… Fyrstu kynni mín voru ekki einkunn upp á 10 allavega.

Það er mikið hlegið um borð og hugsa ég að ég gæti ekki hafa verið heppnari með skip né áhöfn, kokkinn þá sérstaklega sem tekst að gera jólamat úr samloku. Ég deili með honum herbergi og hefur hann verið mér einstaklega góður. Hugsa að ef stjórnmálamenn hefðu hjarta í sama formi stæði 60% af heiminum í betri málum. Sjóveikin hefur ekki ennþá bankað á dyrnar og er ég öllum heilögum öndum þakklátur miðað við síðustu kynni svo lítið sé sagt. En hún er á topp 3 lista yfir verstu upplifanir 17 árs ævi minnar.

Dagbókarfærsluna má lesa í heild inn á heimasíðu Kvótans.

Hér má sjá myndband úr túrnum þegar Gabríel Ísar Einarsson spilar á saxafón fyrir skipverja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum

Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir í áfalli og varar foreldra við: „Skoðið föt barnanna vel áður en þið kaupið“

Móðir í áfalli og varar foreldra við: „Skoðið föt barnanna vel áður en þið kaupið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kakan sem hún fékk var alls ekki kakan sem hún pantaði: „Það er eins gott að þetta sé brandari“

Kakan sem hún fékk var alls ekki kakan sem hún pantaði: „Það er eins gott að þetta sé brandari“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifjar upp þegar það var óvart henni að kenna að stjörnupar hætti saman

Rifjar upp þegar það var óvart henni að kenna að stjörnupar hætti saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“