fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

KENNDI DANS Á HLJÓMLIST ÁN LANDAMÆRA

Kjartan Már Kjartansson (55) fiðluleikari:

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 1. maí 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónleikarnir „Hljómlist án landamæra“ voru haldnir sumardaginn fyrsta í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Þetta er annað árið í röð sem tónleikarnir eru haldnir, en þeir eru hluti af listahátíðinni „List án landamæra“ sem haldin var í fyrsta sinn á Evrópuári fatlaðra árið 2003. Kjartan Már Kjartansson, fiðluleikari og bæjarstjóri Reykjanesbæjar, setti tónleikana með fiðluleik og hópdansi tónleikagesta.

„Þetta tókst mjög vel, frábærir tónleikar og salur fullur af fólki,“ segir Kjartan Már. „Menn skemmtu sér konunglega, en þetta er í annað sinn sem við Suðurnesjamenn bjóðum upp á þessa tónleika.“

Már Gunnarsson, tónlistarmaður og tónskáld, hefur þrátt fyrir ungan aldur sýnt að hann á frama fyrir sér á tónlistarbrautinni. Kjartan Már á hins vegar um hálfa öld að baki í fiðluleiknum.
TÓNLIST Í HÁLFA ÖLD Már Gunnarsson, tónlistarmaður og tónskáld, hefur þrátt fyrir ungan aldur sýnt að hann á frama fyrir sér á tónlistarbrautinni. Kjartan Már á hins vegar um hálfa öld að baki í fiðluleiknum.

Á tónleikunum komu fram fatlaðir og ófatlaðir tónlistarmenn og skemmtu sér og öðrum enda er tónlistin án allra landamæra. Tónlistarmennirnir komu frá Akranesi, Selfossi og Suðurnesjum og á meðal þeirra sem komu fram var Baggabandið, Már Gunnarsson og söngkonurnar Karitas Harpa og Salka Sól. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum og Listar án landamæra en er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja. Nánari upplýsingar er að finna á facebooksíðu verkefnisins

Skilgreinir sig sem fiðluleikara

Bæjarstjórinn, sem titlar sig sem slíkan og fiðluleikara, á ja.is setti tónleikana, þar sem hann spilaði á fiðlu og kenndi dans. „Ég fékk fólk til að hreyfa sig í upphafi áður en það settist næstu tvær klukkustundir,“ segir Kjartan Már. „Við dönsuðum einn dans sem heitir Nornadansinn og ég kenndi þeim danshreyfingarnar,“ segir hann. Kjartan Már var um fimm ára gamall þegar hann hóf að læra á fiðlu. Hann var fiðlukennari í 18 ár og tónlistarstjóri í 13 ár í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. En tekur Kjartan Már fiðluna oft upp opinberlega? „Ég hef ekki gert mikið af því, en ég spila svolítið suður frá við ýmis tækifæri, aðallega í jarðarförum,“ segir Kjartan Már sem heldur spilamennskunni alltaf við.

Leikararnir Guðjón Davíð Karlsson og Hallgrímur Ólafsson voru kynnar tónleikanna og rúlluðu því upp eins og þeir eru vanir.
KOSTULEGIR KYNNAR Leikararnir Guðjón Davíð Karlsson og Hallgrímur Ólafsson voru kynnar tónleikanna og rúlluðu því upp eins og þeir eru vanir.
Gunnar Már Másson faðir Más, tónlistarmannsins unga, var mættur að hlýða á tónleikana ásamt Rut Sumarrós.
FLOTTUR FAÐIR Gunnar Már Másson faðir Más, tónlistarmannsins unga, var mættur að hlýða á tónleikana ásamt Rut Sumarrós.
Söngkonan Salka Sól og Freyja voru spenntar í upphafi tónleikanna. Sölku Sól er allt til lista lagt í tónlistinni og ljósmyndir frá Freyju hafa birst í Séð og Heyrt auk þess sem hún er lunkin á skautum.
TVÆR HÆFILEIKARÍKAR Söngkonan Salka Sól og Freyja voru spenntar í upphafi tónleikanna. Sölku Sól er allt til lista lagt í tónlistinni og ljósmyndir frá Freyju hafa birst í Séð og Heyrt auk þess sem hún er lunkin á skautum.
Kristín Ósk Wium Hjartardóttir er einn af starfsmönnum Hljómahallar þar sem fram fara fjölmargir viðburðir við allra hæfi.
HUGSAR VEL UM GESTINA Kristín Ósk Wium Hjartardóttir er einn af starfsmönnum Hljómahallar þar sem fram fara fjölmargir viðburðir við allra hæfi.
Vel fór á með söngkonunum Karitas Hörpu Davíðsdóttur, sigurvegara í The Voice Ísland nú í ár, og Sölku Sól, sem var þjálfari hennar í The Voice.
ÞJÁLFARINN OG NEMANDINN Vel fór á með söngkonunum Karitas Hörpu Davíðsdóttur, sigurvegara í The Voice Ísland nú í ár, og Sölku Sól, sem var þjálfari hennar í The Voice.
Eva Dögg Héðinsdóttir, Freyr Karlsson, Heiðrún Hermannsdóttir, Jón Agnarsson og Stefán Trausti Rafnsson slógu á létta strengi með Baggabandinu frá Akranesi.
FIMM FRÆKIN Eva Dögg Héðinsdóttir, Freyr Karlsson, Heiðrún Hermannsdóttir, Jón Agnarsson og Stefán Trausti Rafnsson slógu á létta strengi með Baggabandinu frá Akranesi.
Guðjón Davíð kynnir virðist hér vera að undirbúa „selfie“ myndatöku með aðdáanda.
SMELLT Í „SELFIE“ Guðjón Davíð kynnir virðist hér vera að undirbúa „selfie“ myndatöku með aðdáanda.
Stelpurnar eru allar að læra dans hjá Danskompaníinu í Reykjanesbæ.
DANSINN DUNAR Stelpurnar eru allar að læra dans hjá Danskompaníinu í Reykjanesbæ.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?
Fókus
Í gær

Segir stefnumótamenninguna á Íslandi komna í óefni og leggur til róttækar breytingar

Segir stefnumótamenninguna á Íslandi komna í óefni og leggur til róttækar breytingar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sylvía Rún um baráttuna við OCD: „Ég fór úr því að vera fúnkerandi yfir í að vera fárveik“

Sylvía Rún um baráttuna við OCD: „Ég fór úr því að vera fúnkerandi yfir í að vera fárveik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra