fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024

Eins og að læra að ganga upp á nýtt

Fanney þakkar stuðning vegna andláts Guðrúnar – Gagnrýnir geðheilbrigðiskerfið – Heppin að búa í litlu samfélagi

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Laugardaginn 9. desember 2017 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Síðastliðinn 10. nóvember misstum við dóttur okkar, hana Guðrúnu, aðeins 28 ára gamla. Hún skildi eftir sig fallegan son hann, Sævar Stein, sem er 3 ára. Þetta var okkur öllum sem stóðum henni næst þungt högg. Dögunum á eftir er hægt að lýsa eins og við þyrftum að læra að ganga upp á nýtt. Öll skref sem tekin voru urðu að vera vel hugsuð því það var svo erfitt að „detta“ ekki. Hún Guðrún okkar fór mjög skyndilega, eina stundina var ég að tala við hana um daginn og veginn og þá næstu var hún farin.“

Þetta segir móðir Guðrúnar, Fanney Halldóra Kristjánsdóttir. DV fjallaði um andlát Guðrúnar í nóvember en þá gagnrýndi Fanney íslenskt heilbrigðiskerfi harðlega og sagðist vonast eftir vitundarvakningu í samfélaginu. Guðrún leitaði sér hjálpar og lá ferðalag hennar um öldudali hin síðustu ár þegar hún reyndi að ná bata.

„Í síðasta samtali sem ég átti við Guðrúnu sagði hún að hana langaði að fara í meðferð í kvíðameðferðastöðinni en það væri svo dýrt. Guðrún sagði að hún sæi ekki alveg hvernig einstæð móðir gæti það fjárhagslega, hver tími kostar fimmtán þúsund krónur,“ sagði Fanney. Staðið var fyrir söfnun á samfélagsmiðlum og á DV fyrir fjölskyldu Guðrúnar. Fanney vill koma á framfæri þakklæti til þeirra sem studdu við bakið á fjölskyldunni á þessum erfiðu tímum.

„Í okkar tilfelli eigum við heilt samfélag sem hjálpaði okkur í þessum erfiðleikum. Eitt af erfiðu verkefnunum var útför okkar ástkæru dóttur og systur. Þar var að mörgu að hyggja og mikil fjárútlát tengd því,“ segir Fanney. „Það er eitt að missa ástvin sinn skyndilega og annað að hafa áhyggjur af þeim mikla kostnaði sem fylgir útförinni. Við erum svo heppin að búa í litlu samfélagi þar sem fólk styður hvert annað þegar eitthvað bjátar á. Þegar við misstum hana Guðrúnu okkar fundum við fyrir miklum samhug og kærleika frá fólkinu í kringum okkur. Ekki bara samhug og kærleika sem hjálpar okkur að takast á við sársaukann og sorgina, heldur líka fengum við mikinn fjárhagslegan stuðning frá fólkinu í kringum okkur.“

Vinkona Fanneyjar, Ragna Dögg, stofnaði reikning fyrir fjölskylduna til að létta undir með þeim.

„Ég veit ekki hvernig ég get þakkað nægilega fyrir okkur en ég er afar stolt af því að búa í því samfélagi sem ég bý í. Ég vona að ég geti í framtíð og nútíð lagt mitt af mörkum til að hlúa að og styðja við fólkið mitt. Því það er fólkið í samfélaginu sem gerir samfélagið að því sem það er, hvort sem það er litla samfélagið sem ég bý í hér í Neskaupstað eða landið allt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Áhersla á hið þjóðlega – þjóðarstolt en ekki þjóðernishyggja

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Jón Gnarr – Áhersla á hið þjóðlega – þjóðarstolt en ekki þjóðernishyggja
433
Fyrir 3 klukkutímum

Án þess að æfa hlóð Gylfi í þessa frammistöðu – Tölfræði hans varnarlega vekur sérstaka athygli

Án þess að æfa hlóð Gylfi í þessa frammistöðu – Tölfræði hans varnarlega vekur sérstaka athygli
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“
Eyjan
Fyrir 4 klukkutímum

Deilt um lántökur Kópavogsbæjar – „Kópavogsbúar framtíðar eigi að axla ábyrgð á óábyrgum rekstri“

Deilt um lántökur Kópavogsbæjar – „Kópavogsbúar framtíðar eigi að axla ábyrgð á óábyrgum rekstri“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gummi Ben uppljóstrar því hvað Viðar gerði nákvæmlega og Baldur segir – „Ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar“

Gummi Ben uppljóstrar því hvað Viðar gerði nákvæmlega og Baldur segir – „Ganga fullt af sögum og maður veit ekki hverjar eru sannar“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Veirufaraldur í mjólkurkúm vekur áhyggjur af nýjum heimsfaraldri

Veirufaraldur í mjólkurkúm vekur áhyggjur af nýjum heimsfaraldri
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Gullverðið þýtur upp og þar eiga Kínverjar stóran hlut að máli

Gullverðið þýtur upp og þar eiga Kínverjar stóran hlut að máli