fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fókus

Hún spurði hvort Ásdís Rán væri heimsk: Svarið hjá Ásdísi sló rækilega í gegn

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 15:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir er með munninn fyrir neðan nefið. Það sýndi hún í umræðum á Facebook-síðu sinni í gær.

DV greindi frá því þann 2. nóvember síðastliðinn – og vísaði í Facebook-færslu Ásdísar – að hún ætti það til að gleyma verðmætum í flugvélum. Og þegar hún ætlar að vitja þeirra skili þeir sér ekki í óskilamuni.

Spurði Ásdís hvort það geti verið að flugfreyjur eða þjónustuaðilar flugvélanna séu að stela verðmætunum. Tók hún þó sérstaklega fram að þetta gerðist óháð því hvaða flugfélag væri um að ræða.

Hún sagðist vera orðin fremur þreytt á þessu en hún fengi alltaf sama svarið: „…þú verður að taka ábyrgð á dótinu þínu. Já okey en er það samt allt í lagi að það sé eitthvað lið þarna sem stundar það að stela dóti úr vélunum! Af hverju er ekki betra eftirlit með þessu fólki? Þetta hefur gerst hjá Icelandair, WOW og fleirum.“

Nokkuð fjörugar umræður spunnust um þetta á Facebook-síðu Ásdísar og hafa þær raunar staðið yfir undanfarna daga, eða því sem næst. Nú síðast í gær spurði kona, flugfreyja hjá ónefndu flugfélagi, hvort Ásdís væri virkilega svona heimsk. Ekki stóð á svörunum hjá Ásdísi eins og má sjá á myndinni hér að neðan og uppskar hún nokkuð mörg læk í kjölfarið:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi