fbpx
Föstudagur 18.júlí 2025
Fókus

Ný gríma komin upp hjá Sveini og Viðari

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 5. október 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi frá því í lok ágúst að grímu hefði verið stolið af húsvegg hjónanna Viðars Eggertssonar leikara og Sveins Kjartanssonar, matreiðslumaður og eigandi AALTO Bistro á menningarnótt.

Um var að ræða vegggrímu sem Viðar hafði keypt í skranverslun fyrir 25 árum og taldist listaverk bæði í þeirra augum og fjölmargra vegfarenda um Laufásveginn, sem iðulega stoppuðu og mynduðu grímuna. Þrátt fyrir að hafa auglýst eftir grímunnu var henni ekki skilað.

Í gær bars hins vegar til tíðinda því einhver góðhjartaður samborgari þeirra hefur tekið sig og fest upp nýja grímu á húsi þeirra.

Ný gríma skilaði sér á vegginn.
Ný gríma Ný gríma skilaði sér á vegginn.

„Einhver miskunnsamur og góðhjartaður samborgari aumkvaði sig yfir okkur í nótt eða í morgun og festi upp nýja grímu hjá okkur! Því gríman sem stolið var frá okkur aðfararnótt Menningarnætur hefur ekki skilað sér heim. Þessi nýja er ekki eins, hún er aðeins minni, en falleg er hún líka. Hver var svona hugulsamur?,“ segir Viðar á Facebooksíðu sinni.

Kunna þeir gefandanum bestu þakkir fyrir grímuna.

Ný gríma prýðir nú vegginn á Skurn, herrasetri Sveins og Viðars.
Gríma prýðir aftur Skurn Ný gríma prýðir nú vegginn á Skurn, herrasetri Sveins og Viðars.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð

Sýndi ótrúlega danstakta í Leifsstöð
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“

Vikan á Instagram – „Gott að vera tengdur innra barninu í sér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi

Friðarsamningar milli Harry og kóngsins hafnir – Fulltrúar hittust á leynifundi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þess vegna lifa konur lengur en karlar

Þess vegna lifa konur lengur en karlar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“

Julia með stórskemmtilegt myndband frá Íslandi – „I Wonder What Björk Is Doing Right Now. Kría!“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu

Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan nær hámarki í dag – myndasyrpa frá föstudagskvöldinu