fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fókus

Silja vaknaði um miðja nótt og varð skelfingu lostin: „Frusum, urðum skíthrædd“

Þúsundir tjá sig undir myllumerkinu #metoo á samfélagsmiðlum – Telur mikilvægt að beina umræðunni einnig að gerendum og rót vandans

Auður Ösp
Þriðjudaginn 17. október 2017 14:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við eigum að vera öruggar allstaðar og út um allt, uppi í rúmi og á barnum og á leiðinni heim. Ein og fleiri og í öllum formum. Ógnandi hegðun annarra er aldrei okkar sök,“ segir Silja Hauksdóttir leikstjóri en á facebooksíðu sinni greinir hún frá óhugnanlegu atviki sem hún varð fyrir í síðustu viku. Frásögnina setur Silja fram undir myllumerkinu #metoo sem hefur tröllriðið samfélagsmiðlum undanfarna tvo sólarhringa.

Líkt og DV.is greindi frá í gær hafa þúsundir íslenskra kvenna sagt frá kynferðislegri áreitni og kynbundu ofbeldi undir myllumerkinu #metoo. Undanfarna daga hafa fjölmargar leikkonur í Hollywood stigið fram og greint frá kynferðislegu áreiti eða ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir af hálfu kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Í kjölfarið hafa fjölmargar frásagnir birst á samfélagsmiðlum þar sem konur tjá sig um kynferðislegt áreiti sem þær hafa orðið fyrir einu sinni eða oftar á lífsleiðinni. Með því að birta frásögnina undir myllumerkinu #Metoo er vísað í að fórnarlömb Harvey Weinsstein standa ekki ein.

Í annarlegu ástandi og talaði samhengislaust

„Mig langaði aðeins að færa kastljósið líka yfir á menninguna og gerendurna, án þess að gera lítið úr þessari frábæru bylgju,“ segir Silja í samtali við DV.is en í færslunni greinir hún frá því að ókunnugur maður í annarlegu ástandi hafi gert sig heimkominn í íbúð hennar um miðja nótt.

„Við vöknuðum um miðja nótt í síðustu viku við það að mjög ókunnugur maður í mjög annarlegu ástandi var inni í svefnherberginu okkar, þar sem við steinsváfum ásamt lítilli dóttur okkar. Hann talaði samhengislaust, var á nærbuxunum og var að garfa í fötunum okkar. Þegar við áttuðum okkur, frusum við, urðum skíthrædd og sögðu honum svo að fara út, sem hann gerði fyrir rest,“

ritar Silja og bætir við að því næst hafi lögreglan skyndilega birst og handsamað manninn en hafði þá verið búinn að fara í aðra íbúð í sama stigagangi. Hafði nágrannakonu Silja þá hringt á aðstoð og flúið út um gluggann á íbúðinni.

„Síðan hafa liðið nokkrir dagar og sjokkið hefur rénað með hjálp allskonar sjálfs-úrtölutilrauna eins og „hann virkaði ekkert aggressívur“, „gott þetta fór svona vel“, „hann villtist bara“ og „gott ég var ekki ein“. En ég sit uppi með annað sjokk sem er svona og eiginlega mun verra; -aldrei hefur líkamlegu öryggi mínu verið ógnað af konu, heldur alltaf af karlmanni. Í öll þau skipti sem mér hefur liðið óöryggri eða upplifað hræðslu kringum aðra manneskju, þá er hefur sú manneskja verið karlmaður. Þetta er ekki sagt til þess að láta öllum þeim frábæru mönnum sem ég þekki líða illa og dettur ekki í hug að áreita kynferðislega, en þetta er hins vegar staðreynd.“

Silja tekur fram að hún hafi tröllatrú á öllum þeim byltingum sem hafa orðið til á samfélagsmiðlum síðustu ár þar sem þolendur ofbeldis hafa stigið fram og rofið þögnina. Það sé þó einnig orðið tímabært að beina sjónum að þeim sem orsaka þær.

„Þessum tilteknu karlmönnum og þessari meiðandi menningu sem við erum öll partur af,- er eitruð og þaggandi og hefur átt þátt í því að ég og allar konur sem ég þekki, upplifi að þær þurfi að gera lítið úr óréttlætinu og þeirri ógnandi hegðunar í formi kynferðislegs áreitis með því að þegja, yppa öxlum, gera grín að og lítið úr eða bara þjást í hljóði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Netflix notar gervigreind við þáttagerð í fyrsta skipti – „Ekki til að spara“

Netflix notar gervigreind við þáttagerð í fyrsta skipti – „Ekki til að spara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Robbie Williams berskjaldaði sig á sviði varðandi fjölskylduvandamálin – „Hún veit ekki hver ég er lengur“

Robbie Williams berskjaldaði sig á sviði varðandi fjölskylduvandamálin – „Hún veit ekki hver ég er lengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gæsahúð og góðar minningar

Gæsahúð og góðar minningar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Coldplay-hneykslið sagt vera „stærsti skandall í sögu internetsins“ – Svikull eiginmaðurinn fúll út í hljómsveitina

Coldplay-hneykslið sagt vera „stærsti skandall í sögu internetsins“ – Svikull eiginmaðurinn fúll út í hljómsveitina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fær nálgunarbann eftir að hafa sakað eiginmanninn um ofbeldi – Harka færist í skilnaðinn

Fær nálgunarbann eftir að hafa sakað eiginmanninn um ofbeldi – Harka færist í skilnaðinn
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna

Svava og Thor selja hús fyrir stórfjölskylduna
Fókus
Fyrir 6 dögum

Segir frá leyndarmálinu við að taka fallegar bikinímyndir

Segir frá leyndarmálinu við að taka fallegar bikinímyndir