fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fókus

Hjördís og Fanney eru Eineggja tvíburar en eiga ekki sama afmælisdag

Systurnar Hjördís María og Fanney Erna fæddust hvor á sínum deginum

Kristín Clausen
Sunnudaginn 23. júlí 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2010 eignuðust hjónin Tinna Ósk Auðunsdóttir og Fannar Helgi Steinsson eineggja tvíburadætur. Stúlkurnar eiga þó ekki sama afmælisdag en Hjördís María fæddist skömmu fyrir miðnætti þann 12. júlí. Klukkutíma síðar, eða aðfaranótt 13. júlí, kom Fanney Erna í heiminn. Þær fögnuðu því 7 ára afmælinu sínu á dögunum. „Ég var sett af stað á 37. viku eins og algengt er á tvíburameðgöngu. Þær fæddust alveg eðlilega og þegar tvíburi A var fædd var farið með hana beint inn á vökudeild. Það leið svo tæpur klukkutími þar til tvíburi B kom.“

Skondin tilviljun

Mynd: Brynja

Tinna kveðst ekkert haf spáð í það, á þessum tímapunkti, á hvaða degi börnin hennar fæddust. Systurnar voru báðar 11 merkur við fæðingu og jafnlangar. Það var ekki fyrr en ljósmóðirin sagði Tinnu og Fannari að hún væri búin að skrá börnin í kerfið að hjónin ráku augun í það að stúlkurnar áttu ekki sama fæðingardag. „Við vorum aldrei spurð hvort við vildum að þær ættu sama fæðingardag. Þannig að við fengum ekkert að ráða þessu. Þær fæddust einfaldlega hvor á sínum sólarhringnum svo þær eiga hvor sinn afmælisdaginn. Við vorum aldrei spurð álits eða látin velja dag. Okkur hefur alltaf þótt þetta skondin tilviljun.”

Liðið stóð sig frábærlega og fékk silfurverðlaun í sínum flokki á Símamótinu sem fór fram um síðustu helgi.
Systurnar æfa fótbolta með Stjörnunni Liðið stóð sig frábærlega og fékk silfurverðlaun í sínum flokki á Símamótinu sem fór fram um síðustu helgi.

Mynd: Brynja

Systurnar, Hjördís María og Fanney Erna, hafa þó ekki alltaf verið sáttar við fyrirkomulagið, áður fyrr varð sú „yngri” stundum afbrýðisöm út í hina sem átti afmæli deginum á undan. „Þetta hefur lagast heilmikið. Við höldum samt alltaf upp á afmælið þeirra saman og þær fá báðar afmælissöng og gjafir 12. júlí og 13.júlí.

„Nýfæddar héldu þær utan um hvor aðra. Maður sá strax þessa einstöku tengingu.“

Við kaupum til dæmis alltaf risastóra köku sem endist í allavega 2 eða 3 daga,” segir Tinna og bætir við: „Þær vita það núna að þær eiga ekki sama afmælisdaginn og eru miklu rólegri yfir því. Þetta verður líka örugglega bara gaman fyrir þær í framtíðinni. Þær geta þá boðið hvor annarri í afmæli með dags milibili í stað þess að þurfa alltaf að tala sig saman um það hver fái að halda afmælið á afmælisdeginum.“

Ólíkar systur

Hafa alla tíð verið mjög samrýndar.
Foreldrar þeirra segja systurnar mjög ólíkar Hafa alla tíð verið mjög samrýndar.

Mynd: Brynja

Tinna segir að dætur sínar séu mjög ólíkar þrátt fyrir að vera eineggja tvíburar. „Fyrir okkur eru þær eins og dagur og nótt. Hjördís María er algjör skellibjalla á meðan Fanney Erna er svolítið rólegri.“ Þá segir Tinna að systurnar hafi ætíð haft sterka tengingu og passi vel upp á hvor aðra þrátt fyrir að stundum slettist upp á vinskapinn. „Nýfæddar héldu þær utan um hvor aðra. Maður sá strax þessa einstöku tengingu. Þær voru á sömu deild á leikskóla, eru núna saman í bekk og æfa báðar fótbolta með Stjörnunni. Þær hafa alltaf verið saman í öllu og það er gaman að fylgjast með þeim vaxa og dafna.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum

Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir í áfalli og varar foreldra við: „Skoðið föt barnanna vel áður en þið kaupið“

Móðir í áfalli og varar foreldra við: „Skoðið föt barnanna vel áður en þið kaupið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kakan sem hún fékk var alls ekki kakan sem hún pantaði: „Það er eins gott að þetta sé brandari“

Kakan sem hún fékk var alls ekki kakan sem hún pantaði: „Það er eins gott að þetta sé brandari“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifjar upp þegar það var óvart henni að kenna að stjörnupar hætti saman

Rifjar upp þegar það var óvart henni að kenna að stjörnupar hætti saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“

Ozempic-píkan hvimleitt vandamál en það er lausn – „Satt að segja fannst mér læknirinn klikkaður að hafa mælt með þessu“