fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Vala Ósk: „Ég drakk eitur“

Segir að sjálfsskaði sé mun algengari en fólk gerir sér grein fyrir

Kristín Clausen
Föstudaginn 5. maí 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var löngunin til að skera. Þá vissi ég ekki af hverju þessi sterka þörf kom yfir mig. En ég veit það núna. Mér leið svo hrikalega illa andlega. Ég meiddi sjálfa mig til að breiða yfir vanlíðanina.” Þetta segir Vala Ósk Gylfadóttir. Hún kveðst upphaflega hafa fundið fyrir þunglyndi og kvíða í kringum fermingaraldurinn. Vala man vel eftir fyrsta skiptinu sem hún skaðaði sig. Þá var hún 13 ára.”

Áður helltist yfir hana óstjórnleg löngun til að finna sársauka og sjá blóð. Eftir þetta fyrsta skipti hófst feluleikurinn og skömmin sem voru um langt skeið stór hluti af lífi Völu. Allan áttunda bekkinn hélt Vala uppteknum hætti og prófaði sig áfram í sjálfsskaðanum.

„Ég drakk eitur. Ég hellti sýru yfir fæturna á mér, því mig langaði að sjá hvað sýran myndi brenna langt inn í húðina. Ég skar mig í lærin, í handleggina og brenndi svæði á innanverðan framhandlegginn með kveikjara. Ég passaði mig samt alltaf að skaða svæði á líkamanum sem ég vissi að ég gæti falið. Þú sérð þessi sár aldrei. Við erum snillingar að fela þetta.“

Viðtalið í heild sinni má finna í helgarblaði DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því