fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Sonur poppstjörnu varar við svefnleysi barna

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 5. apríl 2017 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski rokksöngvarinn Alvin Stardust, sem lést árið 2014, átti farsælan feril. Sonur hans, Shaun Fenton, fékk frá sjö ára aldri að vaka frameftir til að sjá föður sinn skemmta á tónleikum. Faðirinn var þá leðurklæddur og með litað svart hár. Hávaðinn á tónleikunum var vitanlega mikill eins og hæfir á rokktónleikum. Shaun fékk einnig að vaka frameftir þegar gleðskapur var á heimilinu en frægðarmenni voru þar meðal gesta. Eftir þessar vökur var hann skiljanlega afar syfjaður og slappur morguninn eftir. Önnur kvöld var þess vandlega gætt að hinn ungi Shaun færi í háttinn á sómasamlegum tíma og fengi nægan svefn.

Í dag er Shaun skólastjóri í unglingaskóla og hefur miklar áhyggjur af því hversu vansvefta nútímabörn eru. Hann ráðleggur nemendum sínum að slökkva á öllum rafmagnstækjum klukkutíma áður en þeir leggjast til svefns. Hann segir: „Í framtíðinni munum við spyrja okkur: Af hverju áttuðum við okkur ekki á skaðanum sem við vorum að valda börnum okkar með því að halda að þeim lífsstíl sem rænir þau góðum nætursvefni.“ Hann segir að skortur á svefni sé þess valdandi að fjöldi barna glími við þunglyndi og kvíða. Hann er ekki einn um þessar áhyggjur en í nokkrum breskum skólum eru haldin sérstök námskeið fyrir nemendur um mikilvægi svefns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“