fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fókus

Justin Bieber aftur á lausu

Einhleypur á Evróputúr

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 20. september 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem Justin Bieber sé enn og aftur á lausu en nú greina helstu slúðurmiðla Vestanhafs frá því að ástarsamband hans og Sofiu Riche, sem er dóttir bandaríska tónlistarmannsins Lionel Riche, sé lokið.

Sögur af meintu ástarævintýri þeirra fóru á flug eftir að Bieber setti myndir af þeim á Instagram aðgang sinn í sumar.

Önnur fyrrverandi kærasta kappans, Selena Gomez, skrifaði ummæli við eina myndina, sem fór svo fyrir brjóstið á honum að hann lokaði aðganginum í kjölfarið.

En það sem Selena sem og aðdáendur kappans höfðu að segja um Instagram myndirnar sem og sambandið sjálft var gagnrýni á hversu ung Sofia, hún er ný orðin 18 ára.

Selena sakaði hann sömuleiðis um að hafa haldið framhjá sér, oftar en einu sinni.

Bieber sem er 22 ára hefur verið orðaður við þó nokkuð margar stúlkur og konur. Þar á meðal Kourtney Kardashian, sem er systir Kim Kardashian og komu þær systur saman til Íslands fyrr á árinu.

En þrátt fyrir að sambandi Sophiu og Bieber sé nú formlega lokið virðast þau sjálf ekki kippa sér mikið upp við það. Þau hafa ekki sést saman að undanförnu og hún fylgdi honum ekki til Íslands þar sem hann byrjaði tónleikaferð sína um Evrópu.

Samkvæmt heimildum slúðurpressunnar er Bieber því einhleypur í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt