fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fókus

Sema Erla fær hringingar á kvöldin: „Ég var, og er oft, furðu lostin“

Sema Erla skilar skömminni – Fær hringingar á kvöldin frá vanstilltu fólki

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. júní 2016 09:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ekki nema svona hálftími síðan síðustu skilaboð með hótunum bárust mér,“ segir Sema Erla Serdar, en hún hefur heldur betur þurft að taka við árásum frá sjálfskipuðum álitsgjöfum í þjóðfélaginu varðandi málefni innflytjenda og almenn mannréttindi. Flestum okkar þykir í hæsta máta óviðeigandi og rangt að ráðast að fólki vegna uppruna þess, kynþáttar, kynhneigðar eða trúarbragða. Þrátt fyrir það virðist fjöldi fólks telja það fullkomlega viðeigandi að senda Semu hótanir, athugasemdir eða óviðeigandi spurningar, hvort sem er á samfélagsmiðlum, með tölvupósti eða símleiðis á síðkvöldum.

„Einhvern veginn þykir fólki eðlilegt að taka upp símann á þriðjudagskvöldi klukkan hálfellefu til að skamma mig. Stundum er ég nú ekkert viss um fyrir hvað. Í síðustu viku hringdi til að mynda kona sem hljómaði nú ósköp eðlileg í upphafi og vildi ræða við mig um íslam og múslima. Það endaði með því að hún öskraði að íslam væri krabbamein heimsins og að hún skildi ekkert í femínistum að vera að púkka upp á múslima og samkynhneigða. Ég var, og er oft, furðu lostin.“

Ekki allir fullir

Sema segist alls ekki viss um að fólk sem hringir í hana sé í annarlegu ástandi, en eflaust séu einhverjir það. „Það er eins og svona hegðun þyki eðlileg, því fólk er ekki að hafa fyrir því að fela sig lengur. Áður fyrr skýldu þessir einstaklingar sér á bak við gerviprófíla á Facebook, og falin símanúmer, en það er liðin tíð. Oft lítur þetta út eins og sómafólk sem birtir myndir af sér með barnabörnunum, en notar svo frístundir til að ráðast á fólk með hatri á netinu. Mér finnst ótrúlega fyndið hvað þeim virðist þykja þetta eðlilegt, en það er kannski eitt af stóru vandamálunum.“

BDSM?

Nýverið birti karlmaður spurningu á Facebook-vegg Semu um hvort hún sæti í stjórn BDS. Sumir gerðu ráð fyrir að viðkomandi hefði gleymt einum staf í skammstöfuninni, og ætti við BDSM-félagið. Sema segir þó geta verið að hann hafi átt við palestínsku samtökin BDS sem beita sér fyrir sniðgöngu á vörum frá Ísrael. „Ég ákvað bara að svara þessu játandi, hvort sem um BDS eða BDSM væri að ræða. Svo spunnust hreint ævintýralegar umræður á þræðinum í kjölfarið.“

Sema segir að lokum í samtali við blaðakonu að hún sé ekki smeyk vegna hótananna, en þó varkár. „Ég hef valið að kæra ekki, þó að ég eigi til ýmislegt sem gefur tilefni til þess. Í staðinn skila ég skömminni með opinberri umræðu um erindin sem mér berast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Að finna von í myrkrinu – Bergdís segir sína sögu

Að finna von í myrkrinu – Bergdís segir sína sögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ljósbrot tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2025

Ljósbrot tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist hafa lent í túristagildru á veitingastað á Íslandi – „Diskurinn kom nákvæmlega svona“

Segist hafa lent í túristagildru á veitingastað á Íslandi – „Diskurinn kom nákvæmlega svona“