fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fókus

Sigrún Lilja Gyðja vekur athygli í gylltum kjól í kólumbískum sjónvarpsþætti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 21. nóvember 2016 13:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Lilja í Gyðju birti mynd af sér sem vakti athygli á snapchatti sínu @theworldofgydja og á instagram @lilja_wild_child þar sem hún skartar fallegum gylltum kjól og uppháum stígvélum með textanum „pre interview“ eða fyrir viðtal. Gyllti kjóllinn sem er reimaður að framan þykir einstaklega vel heppnaður en hann var saumaður af Selmu Ragnars kjólameistara en þær stöllur hönnuðu hann í sameiningu. Þátturinn sem ber nafnið Sergio Barbosa Style er nýr Kólumbískur sjónvarpsþáttur sem fjallar m.a um fyrirmyndir og fræga fólkið í Evrópu.

Einn af kynnum þáttarins er hin Kólumbísk íslenska Maria Jymenez Pacifico sem er orðin þekkt fyrirsæta í yfirstærðum víða um heim. En hún hóf einmitt feril sinn þegar hún var valin andlit skólínu Sigrúnar árið 2012. Eyddi kvikmyndatökuliðið degi með Sigrúnu í fyrirtæki hennar, Gyðju Collection, þar sem þau fræddust um íslenska merkið sem vakið hefur nokkra athygli á erlendri grundu.

Dagurinn endaði svo á veitingarstaðnum Apótekinu þar sem tekið var upp þegar þær stöllur gæddu sér á girnilegum kvöldverði og skáluðu fyrir vel heppnuðu dagsverki. Áhugasamir geta fylgst með lífi Sigrúnar Lilju á snapchat @theworldofgydja og á instagram @liljawildchild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði