Sigrún Lilja í Gyðju birti mynd af sér sem vakti athygli á snapchatti sínu @theworldofgydja og á instagram @lilja_wild_child þar sem hún skartar fallegum gylltum kjól og uppháum stígvélum með textanum „pre interview“ eða fyrir viðtal. Gyllti kjóllinn sem er reimaður að framan þykir einstaklega vel heppnaður en hann var saumaður af Selmu Ragnars kjólameistara en þær stöllur hönnuðu hann í sameiningu. Þátturinn sem ber nafnið Sergio Barbosa Style er nýr Kólumbískur sjónvarpsþáttur sem fjallar m.a um fyrirmyndir og fræga fólkið í Evrópu.
Einn af kynnum þáttarins er hin Kólumbísk íslenska Maria Jymenez Pacifico sem er orðin þekkt fyrirsæta í yfirstærðum víða um heim. En hún hóf einmitt feril sinn þegar hún var valin andlit skólínu Sigrúnar árið 2012. Eyddi kvikmyndatökuliðið degi með Sigrúnu í fyrirtæki hennar, Gyðju Collection, þar sem þau fræddust um íslenska merkið sem vakið hefur nokkra athygli á erlendri grundu.
Dagurinn endaði svo á veitingarstaðnum Apótekinu þar sem tekið var upp þegar þær stöllur gæddu sér á girnilegum kvöldverði og skáluðu fyrir vel heppnuðu dagsverki. Áhugasamir geta fylgst með lífi Sigrúnar Lilju á snapchat @theworldofgydja og á instagram @liljawildchild