fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025
Fókus

Nakið par á Seltjarnarnesi

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 8. júní 2016 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útilistaverkið Kvika eftir Ólöfu Nordal stendur í fjörunni við Norðurströnd í Gróttu. Um er að ræða fótbaðs- eða vaðlaug þar sem gestir og gangandi geta dýft fæti í volgt vatnið. Sigurður Geirsson átti leið hjá vaðlauginni fyrir skömmu og náði þá myndum af ferðamönnum sem höfðu klætt sig úr hverri spjör og lagst í laugina. Pressan greinir frá.

Þar er haft eftir Sigurði að hann hafi gefið sig á tal við ferðamennina en hann telur að parið sé frá Bandaríkjunum eða Kanada.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem ferðamenn leggjast naktir í vaðlaugina. Eiríkur Jónsson greindi frá því í febrúar að annað par hefði hvílt lúin bein í lauginni. Þar sagði Eiríkur að túristar hefðu fengið röng skilaboð um notkun fótabaðsins.

„Þarna á fólk að sitja og lauga fætur sína en ekki afklæðast öllu og skella sér á kaf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan
Fókus
Í gær

Mögnuð breyting: Hefur misst um 230 kíló og lét laga tennurnar

Mögnuð breyting: Hefur misst um 230 kíló og lét laga tennurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að svona sé hægt að borða og drekka á Íslandi án þess að fara á hausinn

Segir að svona sé hægt að borða og drekka á Íslandi án þess að fara á hausinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““