fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025

Tveggja barna faðir sem fæddist án útlima – Læknar sögðu við móður hans: „Við skiljum ef þú vilt hann ekki“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 21. febrúar 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan er 40 ára eiginmaður og tveggja barna faðir. Hann fæddist án handleggja og fótleggja og segir sögu sína í myndbandi fyrir Barcroft Tv.

Ryan fær reglulega allskonar spurningar á borð við „hvernig keyrirðu bíl“, „hvernig ferðu á klósettið“, og „hvernig geturðu eignast börn?“

„Það erfiðasta við að vera án handleggja og fótleggja er að fólk sér mig án handleggja og fótleggja. Ég vil ekki að þú horfir mig á einhvern sem er án útlima, ég vil að þú horfir á mig sem vin, sem jafningja eða einhvern töff gæja sem ég svakalegt safn af strigaskóm,“ segir Ryan.

Ryan.

Tekinn afsíðis

Þegar Ryan fæddist tóku læknarnir hann strax afsíðis. Móðir hans spurði um hann og þá sögðu læknarnir:

„Það er eitthvað að, hann fæddist án útlima. Áður en við látum þig fá hann þá viljum við að þú vitir að það er í lagi að þú viljir ekki eiga hann.“

„Mamma mín sagði: „Hvað meinið þið, þetta er sonur minn.“ Henni var sagt að ég myndi aldrei fara í skóla, nota hjólastól eða keyra,“ segir Ryan en þetta eru allt hlutir sem hann hefur gert eða gerir í dag.

Ryan kynntist eiginkonu sinni, Carrie, þegar hann var tvítugur. Þau eiga saman tvö börn, Myröndu og Noah.

Fyrirmynd

Ryan er fyrirmynd ungra barna sem hafa fæðst án útlima. Hann hefur verið til staðar fyrir foreldra sem hafa eignast börn án útlima og hittir þau reglulega.

„Þegar ég var yngri þekktu foreldrar mínir engan sem fæddist eins og ég, þannig ég elska að ég get hitt krakka sem fæddust eins og ég og kannski kenna þeim nokkra hluti sem ég hef lært,“ segir Ryan.

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima

Hafþór Júlíus í ótrúlegu Mr.Beast-myndbandi sem fer sem eldur um sinu um netheima
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum

Dóttir Bruce Willis deilir sorglegum fréttum af föður sínum
Eyjan
Fyrir 8 klukkutímum

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla

Framhaldsskólar: Guðmundur Ingi heimsótti FAS – hefur nú heimsótt alla framhaldsskóla
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins

Þrjú ensk stórlið á eftir sjóðheitum framherja spænska landsliðsins
Pressan
Fyrir 22 klukkutímum

„Maðurinn minn kallar nafn fyrrverandi í svefni“

„Maðurinn minn kallar nafn fyrrverandi í svefni“
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fréttir
Í gær

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“

„Mig langaði bara að eitt væri alveg skýrt: sagan hennar á ekki að gleymast“
Fókus
Í gær

Spegill Þjóðar: Ógleymanleg augnablik í hálfa öld – raddir fléttast saman

Spegill Þjóðar: Ógleymanleg augnablik í hálfa öld – raddir fléttast saman