fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025

Tveggja barna faðir sem fæddist án útlima – Læknar sögðu við móður hans: „Við skiljum ef þú vilt hann ekki“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 21. febrúar 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ryan er 40 ára eiginmaður og tveggja barna faðir. Hann fæddist án handleggja og fótleggja og segir sögu sína í myndbandi fyrir Barcroft Tv.

Ryan fær reglulega allskonar spurningar á borð við „hvernig keyrirðu bíl“, „hvernig ferðu á klósettið“, og „hvernig geturðu eignast börn?“

„Það erfiðasta við að vera án handleggja og fótleggja er að fólk sér mig án handleggja og fótleggja. Ég vil ekki að þú horfir mig á einhvern sem er án útlima, ég vil að þú horfir á mig sem vin, sem jafningja eða einhvern töff gæja sem ég svakalegt safn af strigaskóm,“ segir Ryan.

Ryan.

Tekinn afsíðis

Þegar Ryan fæddist tóku læknarnir hann strax afsíðis. Móðir hans spurði um hann og þá sögðu læknarnir:

„Það er eitthvað að, hann fæddist án útlima. Áður en við látum þig fá hann þá viljum við að þú vitir að það er í lagi að þú viljir ekki eiga hann.“

„Mamma mín sagði: „Hvað meinið þið, þetta er sonur minn.“ Henni var sagt að ég myndi aldrei fara í skóla, nota hjólastól eða keyra,“ segir Ryan en þetta eru allt hlutir sem hann hefur gert eða gerir í dag.

Ryan kynntist eiginkonu sinni, Carrie, þegar hann var tvítugur. Þau eiga saman tvö börn, Myröndu og Noah.

Fyrirmynd

Ryan er fyrirmynd ungra barna sem hafa fæðst án útlima. Hann hefur verið til staðar fyrir foreldra sem hafa eignast börn án útlima og hittir þau reglulega.

„Þegar ég var yngri þekktu foreldrar mínir engan sem fæddist eins og ég, þannig ég elska að ég get hitt krakka sem fæddust eins og ég og kannski kenna þeim nokkra hluti sem ég hef lært,“ segir Ryan.

Horfðu á þáttinn hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum

Tjáir sig um meint ósætti í búningsklefanum
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund

Segir óvini Þórdísar Kolbrúnar haldna þrælslund
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla

Ragnhildur vill eyða tabúinu um breytingaskeið karla
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mögnuð frammistaða Messi í gærkvöldi vekur athygli

Mögnuð frammistaða Messi í gærkvöldi vekur athygli
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi