fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Er Ísland þess virði?

Fókus
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 19:30

Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur einstaklingur varpar fram, á samfélagsmiðlinum Reddit, þeirri staðhæfingu að það sé ekki þess virði að ferðast til Íslands að vetri til. Segist einstaklingurinn ekki ætla sér að móðga neinn með þessu. Fullyrðingar hans fá misjafnar undirtektir en flestir sem svara honum árétta þó að hann hafi fullan rétt á að hafa slíka skoðun.

Umræddur einstaklingur segir í innleggi sínu að Ísland sé ekki þess virði, á veturna. Veðrið sé hræðilegt:

„Þú ferðast alla þessa leið og eyðir svo miklum peningum til þess að sjá örfáa fallega fossa og strendur.“

Viðkomandi bætir síðan við að þetta allt sé hægt að sjá í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi:

„Mér finnst náttúran þar vera fallegri og fjölbreytilegri.“

Einstaklingurinn fullyrðir að hann hafi rætt við Íslending sem hafi sagst velta því fyrir sér hvað ferðamönnum þætti eiginlega svona merkilegt við íslenska fossa:

„Rigning, vindur, snjór, óveður, hræðilegt veður almennt og stundum eru fossarnir jafnvel frosnir, þannig að þeir eru bara þarna.“

Viðkomandi bætir við að ef fólk komi til Íslands um vetur til að sjá Norðurljós þá sé afar líklegt að það verði fyrir vonbrigðum.

Höfundur innleggsins tekur þó sérstaklega fram að hann hafi aldrei komið til Íslands að sumri til og telji að þá sé ástandið töluvert öðruvísi.

Fegurð vetrarins

Í svörum við innlegginu kemur almennt fram að viðkomandi hafi fullan rétt á að hafa þessa skoðun. Sumir segjast telja að íslenski veturinn búi yfir ákveðinni fegurð. Einn aðili sem segist á þeirri skoðun segir þó að vissulega geti verið vandasamt að ferðast um Ísland á veturna en hins vegar sé þá hægt að finna ódýrari gistingu en á sumrin.

Einn aðili segist hins vegar vera á öndverðri skoðun en höfundur innleggsins. Veðrið og landslagið á Íslandi sé svo ólíkt öðrum löndum sem hægt sé að ferðast til en þá sé gott að vera hrifinn af eldfjöllum. snjó og dramatísku útsýni. Þess vegna sé viðkomandi hrifinn af Íslandi, hafi komið þangað og ætli sér að koma aftur í janúar næstkomandi.

Aðrir andmælendur telja að mögulega hafi höfundur innleggsins ekki skipulagt vetrarferð sína til Íslands nógu vel. Það eigi ekki koma á óvart að veðrið geti verið vont á veturna og það eigi við um fleiri lönd en Ísland.

Einn einstaklingur skýrir hins vegar frá því með gráttjákni að hann hafi séð innleggið nokkrum klukkutímum eftir að hafa bókað flug til Íslands og virðist því nú sjá eftir öllu saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni