fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fókus

Áramótaboð Margrétar Danadrottningar

Mætti á skósíðum pels og fór heim í gullvagni

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 5. janúar 2018 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Danadrottning, fjölskylda hennar og föruneyti skartaði sínu fegursta í árlegu áramótaboði sem fór fram í Kaupmannahöfn þann 3. janúar.

Þar tók hún á móti nokkrum sendiherrum í Kristjánsborgarhöll umkringd sínu nánasta fólki og her vígalegra varðmanna sem að venju standa vaktina við höllina. Daginn eftir sneri frúin svo til Amalíuborgar í gylltum hestvagni frá árinu 1840.

Látum myndirnar tala sínu máli.

Varðmennirnir standa hnarreistir þegar drottningin kemur í hús í Kristjánsborgarhöll.
Blessaðir strákar! Varðmennirnir standa hnarreistir þegar drottningin kemur í hús í Kristjánsborgarhöll.
Þessar glæsilegu konur starfa sem sendiherrar í Kaupmannahöfn en í miðjunni stendur Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna. Stórglæsileg.
Sendiherrar, eða frúr? Þessar glæsilegu konur starfa sem sendiherrar í Kaupmannahöfn en í miðjunni stendur Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna. Stórglæsileg.
Margrét heilsar upp á Cörlu Sands, sendiherra Bandaríkjanna. Við hlið drottningarinnar standa Friðrik krónprins og María prinsessa.
Heilsað upp á gesti Margrét heilsar upp á Cörlu Sands, sendiherra Bandaríkjanna. Við hlið drottningarinnar standa Friðrik krónprins og María prinsessa.
Þessir flottu kappar fylgdu drottningunni úr hlaði þegar hún hélt heim til sín.
Föruneyti drottningar Þessir flottu kappar fylgdu drottningunni úr hlaði þegar hún hélt heim til sín.
Þessir kappar tóku á móti Margréti Danadrottningu þegar hún kom aftur til Amalíuborgar.
Ágætar móttökur Þessir kappar tóku á móti Margréti Danadrottningu þegar hún kom aftur til Amalíuborgar.
Hér er haldið fast í hefðirnar. Daginn eftir hið árlega áramótaboð, þar sem Margrét Danadrottning heilsar upp á sendiherra hinna ýmsu landa, heldur hún heim á leið í gullslegnum hestvagni sem var smíðaður árið 1840.
Góð í gullvagninum Hér er haldið fast í hefðirnar. Daginn eftir hið árlega áramótaboð, þar sem Margrét Danadrottning heilsar upp á sendiherra hinna ýmsu landa, heldur hún heim á leið í gullslegnum hestvagni sem var smíðaður árið 1840.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga

Nýtt heimili Katrínar og Vilhjálms neyðir tvær fjölskyldur til brottflutninga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gríma og Skúli orðin hjón

Gríma og Skúli orðin hjón
Fókus
Fyrir 1 viku

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki

Stórleikari mátti þola leit lögreglu – Miður sín yfir að þeir þekktu hann ekki
Fókus
Fyrir 1 viku

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“

Hugleikur á barmi þess að falla í ónáð – „Já, ég er formlega séð á hálum ís“