fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fókus

Vertu sparsöm með ástaratlot þín

Hjúskaparhugleiðingar fyrir ungar stúlkur

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 20. janúar 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1923 kom út lítið hefti með heitinu „Hjúskaparhugleiðingar fyrir ungar stúlkur“ en því var ætlað að gefa ungum konum gagnleg ráð í ástamálum. Í inngangsorðum er meðal annars tekið fram að ástin hafi þann eiginleika að maður geti ekki hugsað sér að hún geti breyst, hvorki orðið minni né meiri. Þar segir:

„Að hið síðarnefnda er ekki mögulegt hjá þér, því get ég vel trúað; en að hið fyrrnefnda sé ómögulegt, get ég ekki, þrátt fyrir mótmæli þín, fallist á. Reynslan sýnir að jafnvel hjón, sem elskast mjög heitt í byrjun, geta á skömmum tíma orðið köld og kærulaus gagnvart hvort öðru. – Þó er það ekki tilgangur minn, kæra vinkona, að ég með þessu, hversu satt sem það er, vilji draga kjark úr þér. Heyrðu ráð mín og breyttu eftir þeim og þá munt þú komast hjá mörgum óþægindum.“

BIRTA mun á næstu vikum deila þessum heilræðum, lesendum sínum til gagns og gamans. Spurningin er bara hvort þessi ráð séu jafn gagnleg árið 2018 og árið 1923. Það er aldrei að vita. Hér kemur ráð númer 1.

Vertu sparsöm með ástaratlot þín

Of mikil ástaratlot og umhyggja geta eyðilagt hamingju þína eins og of lítið af þeim. Ástin getur því aðeins varað að ástaratlot séu viðhöfð í hófi. Þú þreytir manninn þinn með of miklum ástaratlotum og of mikilli umhyggju fyrir honum. Hann þolir ekki of mikla hamingju. Mundu eftir, að of mikið má af öllu gera. Hvað mun sá hafa til vetrarins, sem hefir eytt öllu að sumrinu? Hugsaðu um það, að þið eigið eftir að vera saman alt ykkar líf; vertu þess vegna sparsöm með ástaratlot þín. Skoðaðu mann þinn altaf eins og vin, sem þú á alla lund reynir að draga að þér og gera alt til geðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vekur reiði með umdeildu tónlistarmyndbandi – Heimilisofbeldi og klám

Vekur reiði með umdeildu tónlistarmyndbandi – Heimilisofbeldi og klám
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“

„Þegar ég hitti annað fólk sem á sömu lífsreynslu gerist eitthvað, þar sem báðir aðilar skilja hvað hinn hefur upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Frægur sjónvarpskokkur í Þrastarlundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“

Rebel Wilson í hatrömmum deilum í tengslum við fyrsta leikstjórnarverkefnið – „Algjörir fávitar“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skrúfar fyrir fjárhagsstuðning við fjölskylduna – „Ég er ekki „velferðarþjónusta“

Skrúfar fyrir fjárhagsstuðning við fjölskylduna – „Ég er ekki „velferðarþjónusta“