fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Orðabanki Birtu: Kredda

Ekki sannprófa neitt! Ef menn ljúga, þá það. Ef þeir eru komnir upp með einhverja kreddu, þá þess heldur!

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 29. desember 2017 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðið kredda rekur uppruna sinn til latneska orðsins credo, sem þýðir að trúa eða „ég trúi“.

Við notum hins vegar orðið „kredda“ þegar trúin er byggð á úreltu eða þröngsýnu viðhorfi sem þykir ekki við hæfi. Að vera kreddufastur eða kredduföst er sagt um fólk sem hangir fast í bókstafstrú og treystir sér ekki til að taka ákvarðanir sem eru byggðar á eigin dómgreind. Kredda er einnig notað um hjátrú, bábiljur og hvers konar hégiljur.

Samheiti:

bull, hégilja, hérvilla, hindurvitni, hjátrú, kerlingabók, kerlingavilla, kredda

Umbi og biskupinn ræða um kreddur og sannleiksgildi þeirra

Umbi: En ef þeir taka sig til og ljúga mig fullan?
Biskup: Ég borga spóluna. Bara að þeir ljúgi ekki í gegnum yður. Passa að fara ekki að ljúga sjálfur!
Umbi: Einhvern veginn verð ég þó að sannprófa það sem þeir segja.
Biskup: Ekki sannprófa neitt! Ef menn ljúga, þá það. Ef þeir eru komnir upp með einhverja kreddu, þá þess heldur! Gleymið ekki að fáir eru líklegir til að segja nema soldið satt; einginn mjög satt, því síður hreina satt. Töluð orð eru staðreynd útaf fyrir sig sönn og login. Þegar menn tala þá tjá þeir sjálfa sig hvortheldur þeir ljúga eða segja satt.
Umbi: Og ef ég stend þá að lygi?
Biskup: Tala aldrei illa um nokkurn mann í skýrslu. Munið að því sem logið er að yður jafnvel vísvitandi, það er oft merkilegri staðreynd en sönn saga sem menn segja í einlægni. Leiðréttið þá ekki, gefið ekki heldur um útleggíngar. Það er vor hlutur. Sá sem vill halda á sínu fyrir þeim, hann gæti þess að gánga ekki af trúnni sjálfur.

Halldór Laxness: Kristnihald undir jökli, 2. kafli, síða 16

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 1 viku

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs