fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Uppskrift: Ris a la Mande að hætti Úlfars á Þremur frökkum

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 22. desember 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Möndlugrautur er að mörgu leyti eins og hátíðarútgáfa af grjónagraut, svo setur maður eina heila möndlu út í. Sá eða sú sem fær möndluna í diskinn sinn fær möndlugjöf að launum,“ segir Stefán Úlfarsson, matreiðslumaður á Þremur frökkum, en þessi siður var í hávegum hafður á hans æskuheimili. Þá var gjöfin til dæmis konfektkassi eða annað gotterí sem í þá daga þótti nokkuð merkilegt því neysla á sælgæti var töluvert minni.

„Þegar maður var ungur og aðeins vitlausari þá vorum við strákarnir alltaf keppast um það hver fékk möndlugjöfina meðan stríðnir afar og frændur hlógu að okkur. Þeir voru auðvitað löngu búnir að finna möndluna en földu hana og létu okkur strákana svo borða alveg yfir okkur meðan þeir flissuðu,“ rifjar hann upp og hlær.

Stefán er, eins og margir vita, sonur veitingamannsins Úlfars Eysteinssonar en Þrír frakkar er einn af fáum veitingastöðum borgarinnar sem staðist hafa tímans tönn. Nú eru liðin tæp þrjátíu ár frá því Úlfar opnaði dyrnar á bjórdaginn þann 1. mars árið 1989.

Ekki mismunandi bragð af matnum eftir því hver er á vakt

Stefán segir festu hafa ráðið því að velgengnin hefur verið sú sem raun ber vitni. Til dæmis sé mikilvægt sé að útbúa réttina alltaf með sama hætti svo fólk viti að hverju það gengur þegar það kemur á staðinn. Að bragðið af plokkfiskinum eigi ekki að vera öðruvísi af því annar kokkur er á vaktinni þann daginn. Vinnubrögð sem þessi hafa lagst vel í fastagesti sem koma ár eftir ár, panta sömu réttina og taka margir hverjir þátt í árlegri skötuveislu sem er fastur liður á Þremur frökkum.

„Við byrjum alltaf skötuveisluna nokkrum dögum fyrir jól og þegar Þorláksmessa rennur upp höfum við eldað fyrir um þrjú hundruð manns. Þann daginn er samt mest að gera og fólk kvartar ekki undan lyktinni þótt sumir fitji upp á nefið þarna dagana fyrir Þorláksmessu. Á aðfangadag er svo fastur liður hjá okkur að þrífa staðinn hátt og lágt. Tökum allar gardínur niður, þurrkum af öllu og skúrum og skrúbbum. Lyktin er ekki það besta við skötuna heldur einfaldlega sú staðreynd að eftir hana þá bragðast allur matur vel,“ segir hann og skellir upp úr.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Möndlugrautur að hætti Úlfars á Þremur frökkum

INNIHALD

100 g hrísgrjón (grautargrjón)
Smá salt
200 ml vatn
1 bolli möndlur
60 g sykur
1 tsk. vanilla
100 ml mjólk
250 ml rjómi þeyttur

AÐFERÐ

Hrísgrjón og vatn, salt og möndlur sett í pott og soðið þangað til að grjónin eru að mestu búin að drekka í sig vatnið (hrærið reglulega í til að koma í veg fyrir að grjónin brenni við). Þá er mjólk og sykri bætt saman við og suðan látin koma upp.

Slökkvið undir og setjið lok á pottinn og látið standa þangað til grauturinn hefur þykknað, setjið þá grautinn í skál og geymið í kæli þangað til hann hefur kólnað. Þá er þeytta rjómanum blandað saman við með sleif. Berið fram með kirsuberjasósu og þeyttum rjóma.

Ath. Ef ykkur finnst grauturinn ekki nógu sætur er hægt að bæta flórsykri saman við eftir á.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum
Hulk bætti met Neymar
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Baunar á stuðningsmenn Arsenal og segir stemninguna vera enga: Mættu með ‘skelfilegan borða’ – ,,Sjö ára barnið mitt hefði gert þetta“

Baunar á stuðningsmenn Arsenal og segir stemninguna vera enga: Mættu með ‘skelfilegan borða’ – ,,Sjö ára barnið mitt hefði gert þetta“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stela öllum fyrirsögnum eftir fréttirnar: Ofurparið sagt vera hætt saman – Hún verður ein eftir í borginni

Stela öllum fyrirsögnum eftir fréttirnar: Ofurparið sagt vera hætt saman – Hún verður ein eftir í borginni
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“

Fanney varð ólétt 17 ára: „Oft hugsa ég til baka, það er ótrúlegt hvað maður kom samt vel út úr þessu“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

City að krækja í ungstirni PSG

City að krækja í ungstirni PSG
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum

Kim Jong-un skipar norðurkóreskum skólum að ala kanínur – Ætlaðar svöngum hermönnum